Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúleg aðför að sjálfstæði Íslands eða ótrúleg manngæska ?

Þögn er sama og samþykki erum við vön að segja og mikið til í því. Með þögn sinni varðandi hryðjuverkalögin hefur Evrópusambandið samþykkt gerðir Breta að skipa okkur í hóp með aðal hryðjuverkamönnum þessa heims eins og Osama Bin Laden. Síðan er næsta skref Evrópusambandsins að "bjarga" okkur frá efnahagshruni. Hvað vilja þeir í staðinn? Það er margt til að mynda yfirráð yfir fiskveiðum okkar. Og hvað með aðrar náttúruauðlindir?
Ætla ráðamenn og íslenska þjóðin að gleypa við þessu?
Bretar, Þjóðverjar og Frakkar settu okkur stólinn fyrir dyrnar hjá IMF og kröfðust samninga við Icesave áður en hugað yrði að lánum. Dettur einhverjum í hug að þessi sömu menn sýni manngæsku gagnvart okkur varðandi Evrópusambandið?
Hvernig dettur einhverjum í hug að Evrópusambandið vilji hafa hryðjuverkaþjóð innan sinna banda?
Bush segir innrásina í Írak ekkert hafa haft með olíu að gera og enginn trúir því, því allir vita betur.
Dettur einhverjum í hug að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hugsi eingöngu um hag okkar núna?
Eða eru þeir að hugsa um yfirráð yfir auðlindum okkar þar sem komum til með að hafa mun minna en 1% atkvæðarétt ef við göngum þarna inn ?


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt týnt og gleymt?

Var ekki minni manna lítið allt hvað varðar Orkuveitu Reykjavíkur? Hvernig geta þeir þá borið vitni? Eru ekki öll minnisblöð týnd? Eða er minnið komið til baka að því það hentar núna?
mbl.is REI-menn bera vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er í gangi?

Á sama tíma og fréttir um að 15-16.000 manns verði á atvinnuleysisskrá í febrúar og allt að 18.000 manns verði atvinnulausir í mai er á Landsspítala sagt upp öllu ræstingarfólki.  Jú og til hvers? Til að bjóða störfin út á evrópska efnahagssvæðinu. 

Þetta er sagt vegna sparnaðar.  En hvað sparast við þessar aðgerðir, er það akkúrat þetta fólk sem er að stefna fjárhagsáætlun spítalans í voða með ofurlaunum?  Ég hef ekki trú á því.  En kanski er þetta gert til að halda uppi launum forstjóra og stjórnarmanna.

Er það kanski stefna ríkisspítalanna að fá fólk til starfa undir lágmarkslaunum frá td frá Austur-Evrópu? Það lítur út fyrir það ef þeir halda að þeir geti sparað á því. 

Fyrir utan að það skal aldrei bregðast að á sjúkrastofnunum er alltaf ráðist á lægst launaða fólkið þá er það óforsvaranlegt á þessum tíma. 


mbl.is Óskiljanleg harka Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdastefnan

innan Sjálfstæðisflokksins á sér fá takmörk. Einar Kr. ákvað að hann væri einvaldur og leyfði hvalveiðar án samráðs við aðra, og sagði síðan að hann einn réði. Davíð heldur að sjálfsögðu stýrivöxtunum áfram þeim sömu. Kanski var það eitt af skilyrðum IMF fyrir láninu en okkur almenningi koma víst ekki við skilyrðin. Kanski var það hans leið til að sýna hver ráði ennþá! En hvað um það, við megum bara borga svo og næstu ættliðir fram á næstu öld.
mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að eiga smá afgang

til eyðslu í áhugamál, sérstaklega þegar um dýr áhugamál er að ræða. Gott að bankamennirnir eiga einhvern afgang því þeir eru búnir að sjá til þess að fáir aðrir nema þeir og þeirra einkavinir eigi afgang næstu áratugi.
mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver lýgur ?

Rober Tchenguiz einn af stærstu viðskiptavinunum, og jafnframt í stjórn Exista, 5% eigandi í Exista, ætti ekki að hringja viðvörunarbjöllur þar?  Voru lánin til hans ekki ca.115% yfir veðgildi ? Hvers vegna að lána manninum allar þessar fjárhæðir fyrst farið var að halla undan fæti hjá honum og erfitt var um lánsfé til handa bankanum?

Hver lýgur, Hreiðar Már eða allir heimildarmennirnir?


mbl.is Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleikinn uppmálaður!

Ef siðferðisstigið væri ekki svona lágt hjá þessum mönnum þá þyrfti ekki að segja þeim upp, þeir hefðu sagt af sér nú þegar. Þegar menn eru vanhæfir í starfi á ekki að borga þeim tugi milljóna í starfslokasamninga. Þetta er fáranlegt og þekkist hvergi nema á Íslandi. Þessir menn ættu allir að skammast sín og segja af sér og það strax!
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og spillingin heldur áfram

og nú innan raða VR. Hvernig getur nokkur heiðvirður maður sem starfar hjá verkalýðsfélagi greitt atkvæði formanni sem hefur starfað fyrir og í nafni félagsins við að útdeila milljörðum til fjárglæframanna úr banka og klípa þar með af lífeyri óbreyttra félagsmanna?
Það sem kemur til greina er að:
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru ekki með neitt á milli eyrnanna - útleggist heimskir með afburðum.
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru heilaþvegnir af núverandi formanni.
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru bara svona innilega auðtrúa.

Eina aðra skýringu hef ég heyrt en hún er sú að það siðferði formannsins,sem er harla lítið, er smitsjúkdómur sem náð hefur inn í raðir trúnaðarmannaráðsins og til trúnaðarmanna eftir samneyti við manninn


mbl.is Gunnar Páll fékk þorra atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli forgangsröðunin breytist eitthvað?

Sú ríkisstjórn sem tekur við nú á næstunni verður "bara" strafsstjórn. Ætli hún geri eitthvað í niðurskurði heilbrigðiskerfisins?
mbl.is Mótmæla uppsögn sjúkraliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa lyktandi mál

Góð tímasetning hjá eiganda 365 að hætta með þáttinn og nákvæmlega á þeim tíma sem á að sýna frá viðskiptafélaga hans fyrrverandi. Og við trúum því öll að hætt hefði verið við þáttinn ef hann hefði orðið til að upplýsa um ágæti eigandans. Ég hef ekki heyrt um þetta í fréttum stöðvar 2 og ekki séð þetta á Visi.is Kanski hefur það farið fram hjá mér og kanski eru fréttamennirnir ekki að standa sig í starfi.
280 milljarðar að láni til manns í stjórn Kaupþings. Manns sem stendur höllum fæti og heldur áfram að fá lánað. Ótrúlegt. Út af hverju seldi maðurinn ekki hlutabréf sín í Exista áður?
Var kanski ástæðan að þetta voru ekki eðlileg viðskipti ? Þetta brýtur að í bága við siðferðileg viðskipti og trúlega er þetta ekki löglegt. Kanski er um fleiri vafasöm viðskipti þessa aðila að ræða og Kompás þátturinn fékk ekki að segja frá þeim þess vegna. Eru fleiri tengsl milli Tchenguiz og Kaupþings? og jafnvel eiganda 365 miðla einnig?
Gruggug mál halda áfram að koma uppá yfirborðið hjá Kaupþingi meðan stjórnarmenn og eigendur halda því fram að allt sé löglegt og siðlegt. Enda trúir þeim enginn! Þetta er örugglega bara eitt af mörgum málum sem eru ekki í lagi.

Einhverra hluta vegna er ótrúlegt að það sé bara þessi banki. Vantar fleiri rannsóknaraðila til að rannsaka hina gömlu bankana?


mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband