Hver lýgur ?

Rober Tchenguiz einn af stærstu viðskiptavinunum, og jafnframt í stjórn Exista, 5% eigandi í Exista, ætti ekki að hringja viðvörunarbjöllur þar?  Voru lánin til hans ekki ca.115% yfir veðgildi ? Hvers vegna að lána manninum allar þessar fjárhæðir fyrst farið var að halla undan fæti hjá honum og erfitt var um lánsfé til handa bankanum?

Hver lýgur, Hreiðar Már eða allir heimildarmennirnir?


mbl.is Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afhverju fá heimilin í landininu ekki svona lánakjör má líka spyrja.

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Aliber

Það merkilega í þessu öllu saman að enginn veit hver heimildarmaðurinn er. Því hann er nafnlaus. Svo virðist sem þessi 'heimildarmaður' hafi undir höndum skjal frá Kaupþingi/skilanefndinni og les tölur með mörgum núllum en veit ekkert hvað þær þýða, hringir því næst í rúv/mbl.is/eyjuna/dv og segir að kaupþing hafi gert þetta eða hitt án þess að hafa hugmynd hvað var verið að framkvæma í raun og veru.

Hreiðar og Sigurður eru því að rökræða og leiðrétta einhvern óvitadraug sem lekur einni og einni hentugri summu í fjölmiðla sem spekúlera hvað fram fór. 

 Skýrslan sem verið er að vinna um kb og hina bankana verður gerð opinber þegar hún er fullkláruð eftir 1-2 mánuði. Þá kemur þetta allt í ljós og einhvernveginn efast ég um að þessar 'milljarða millifærslur' líti svo illa út þegar þær eru komnar í samhengi. Ef eitthvað saknæmt hefur farið fram þá verða hlutaðeigandi færðir fyrir dóm og taka út sína refsingu.

góðar stundir

Aliber, 28.1.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Offari

Hver vogar sér að leka út bankaleynd á þessum óvissutímum?

Offari, 28.1.2009 kl. 20:53

4 Smámynd: Sigurbjörg

Hversu indælt það væri Júlíus :)

Sigurbjörg, 29.1.2009 kl. 09:00

5 Smámynd: Sigurbjörg

Góð spurning Offari, kanski einhverjum sem blöskrar seinagangurinn, eða kanski einhver sem er búinn að horfa uppá peninga bankamannanna og annarra útrásarvíkinga fara úr landi inná órekjanlega reikninga?

Sigurbjörg, 29.1.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég spáði því fyrir nokkrum vikum að uppljóstrar væri í réttu hlutafalli við atvinnuleysi og tekjumissi, eignamissi. Þetta er bara toppurinn á Ísjakanum ennþá.

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Sigurbjörg

Ég held að það sé nokkuð rétt spáð hjá þér Júlíus. Einhver ástæða er fyrir því að bankastjórar skrá eignir á makann rétt fyrir hrunið. Það er hægt að ógilda það ef reynist um undanskot að ræða.

Sigurbjörg, 30.1.2009 kl. 08:45

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alþjóðafjármála umræða mörgum árum fyrir hrunið gerði ráð fyrir hruni Íslenska einkabankakerfisins. Það líka augljóst mörgum árum reyndum svo sem IMF og ESB.   Þeir vissu það sjálfir að þeir voru komnir langt út fyrir stærð Seðlabanka Íslands til að geta tekið þess áhættu. ESB vissi það líka.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband