Illa lyktandi mál

Góð tímasetning hjá eiganda 365 að hætta með þáttinn og nákvæmlega á þeim tíma sem á að sýna frá viðskiptafélaga hans fyrrverandi. Og við trúum því öll að hætt hefði verið við þáttinn ef hann hefði orðið til að upplýsa um ágæti eigandans. Ég hef ekki heyrt um þetta í fréttum stöðvar 2 og ekki séð þetta á Visi.is Kanski hefur það farið fram hjá mér og kanski eru fréttamennirnir ekki að standa sig í starfi.
280 milljarðar að láni til manns í stjórn Kaupþings. Manns sem stendur höllum fæti og heldur áfram að fá lánað. Ótrúlegt. Út af hverju seldi maðurinn ekki hlutabréf sín í Exista áður?
Var kanski ástæðan að þetta voru ekki eðlileg viðskipti ? Þetta brýtur að í bága við siðferðileg viðskipti og trúlega er þetta ekki löglegt. Kanski er um fleiri vafasöm viðskipti þessa aðila að ræða og Kompás þátturinn fékk ekki að segja frá þeim þess vegna. Eru fleiri tengsl milli Tchenguiz og Kaupþings? og jafnvel eiganda 365 miðla einnig?
Gruggug mál halda áfram að koma uppá yfirborðið hjá Kaupþingi meðan stjórnarmenn og eigendur halda því fram að allt sé löglegt og siðlegt. Enda trúir þeim enginn! Þetta er örugglega bara eitt af mörgum málum sem eru ekki í lagi.

Einhverra hluta vegna er ótrúlegt að það sé bara þessi banki. Vantar fleiri rannsóknaraðila til að rannsaka hina gömlu bankana?


mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Kemur alltaf betur og betur í ljós hvað Davíð átti við þegar hann taldi að ekki væri heppilegt að stærsta viðskipta blokk landsins ætti fjölmiðlana líka. Góð grein eftir Ragnhildi Sverrisdóttir í Mogganum í morgun.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2009 kl. 11:23

2 Smámynd: Sigurbjörg

Nokkuð til í því hjá þér Ragnar. Svo höfum við ríkisfjölmiðlana þar sem þaggað er niður í starfsmönnum þar, því þó nokkrar eru fréttirnar sem þeir birta ekki.

Sigurbjörg, 28.1.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Offari

Það er skítalykt af þessu.

Offari, 28.1.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Sigurbjörg

Einmitt, og það mjög mikil !

Sigurbjörg, 28.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband