Færsluflokkur: Bloggar

Greyið Gunnar, allir að skrökva uppá hann?

Aumingja Gunnar, hann heldur því fram að logið hafi verið uppá hann í blöðum.  Bíddu, semsagt það var ekki hann sem samþykkti að afskrifa eitt né neitt hjá Kaupþingi?  Það hlýtur að hafa verið tvífari hans sem mætti á stjórnarfundina.  Það hlýtur að hafa verið annar en hann sem tók þá ákvörðun að sitja í stjórn Kaupþings jafnvel þó það hafi verið talið orka tvímælis.  Það hlýtur að vera tvífari hans sem þáði laun fyrir að sitja í stjórn Kaupþings.  Það hlýtur að vera tvífari hans sem fékk hátt í 2 milljónir í laun á mánuði.  Ekki svona góður og grandvar maður eins og Gunnar Páll. Því ef þetta hefði verið hann hlyti hann að axla sína ábyrgð og segja af sér!

Ætli það hafi verið tvífari Gunnars Páls sem var á morgunverðarfundi sem ég mætti á og lagði til að 1.veikindadagur yrði launalaus?  Ætli það hafi verið tvífari Gunnars Páls sem á sama fundi mælti fyrir að fækka frídögum launafólks ?

Ég held það hljóti að vera.  Því þetta hefur varla forystumaður verkalýðsfélags látið sér til hugar koma.  Þetta væri eitthvað sem kæmi frekar sem tillaga frá SA. 

Auðvitað sendir hann bréf til stjórnar VR því hann vill sko alls ekki missa þessa stöðu.  Burtséð frá því hvað aðrir vilja.  Hvernig væri að fá allsherjarkosning félagsmanna VR til að sjá hver yrði kosinn? Kanski yrði það Gunnar Páll, en líklega tekur hann ekki sénsinn ef hjá því verður komist.


mbl.is Gunnar Páll: „Starfaði af fullum heilindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar litli og valdið.

Einar Kr. virðist líta á sjálfan sig sem einvald meðan hann heldur í stólinn sinn.  Hann tekur ekki mark á forstjóra Hafrannsóknarstofnun og segir hann vanhæfan um daginn, nú ákveður hann að nota trúlega síðasta tímann sinn til að leyfa hvalveiðar án tillits til hvað öðrum finnst.

Einar Kr. segir hér að hann sé einráður um hvalveiðileyfi, með sínu stjórnskipulega valdi.

VALD  Þetta er trúlega uppáhalds orð hans !

Kanski lærði hann að beygja orðið: vald um meira vald frá enn meira valdi til einræðis ?

 


mbl.is Það var ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að maðurinn skuli ekki skammast sín!

Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefði átt að segja af sér strax í október. Nei hann ákvað að bíða þó hann væri gjörsamlega rúinn öllu trausti meiri hluta þjóðarinnar. Hann hefur viljað bíða með það eins lengi og hann gat, ma. til að fá feitan starfslokasamning.
Þegar meður hélt að tími fáránlegra starfslokasamninga væri liðinn kemur einn í viðbót. Hvernig getur Jónas sofið á nóttunni? Hann sefur kanski vel vitandi að hann hafi með störfum sínum þarna hjálpað til að koma peningum út landi og eins í einkaeigu ? Ekki hátt siðferði hjá manni sem gerir starfslokasamning uppá laun í 13 mánuði á þessum tímum, enda átti fólk kanski ekki von á öðru frá honum!

Hverjir hætta næst?

Fínn tími til að fara í nám fyrir Ágúst sem og aðra. Sniðugur leikur líka því það þarf að skipta út liði í stjórnmálaflokkunum. Og þó hann hafi ekki verið lengi í stjórnmálum kemur nýtt blóð inn.
mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna,

er þetta ekki allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi? þeas fyrir utan hræðsluna við að Davíð færi í einkaframboð sem hlýtur að vera dottin niður því hann hlýtur að gera sér ljóst að þjóðin vill hann ekki. Hvað annað var þarna nema stóll forsætisráðherra sem stóð á milli?
mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báðir kenna hinum um

en sökin er beggja, það vita allir. Mér finnst Geir og Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýna góða dómgreind með því að neita að taka þátt í þjóðstjórn nema að þeir veiti henni forystu. Þeir voru vissulega stærstir í síðustu kosningu, en voru með heilmikið tap frá fyrri kosningum. Miðað við það ættu þeir aldrei að hafa verið í forystu, en valdagræðgin er of mikil. Því miður verður trúlega ekki þjóðstjórn því Sjálfstæðisflokki þóknast það ekki, slæm ákvörðun á þessum tíma.
Ein góð ákvörðun hjá Geir, að hætta í stjórnmálum. Hann virðist vita hvenær hans tími er liðinn, ólíkt Davíð.
Eitt er það sem verður að gæta að í næstu starfstjórn og það er að einkahagsmunir stangist ekki á við starfssvið, ekki að láta kvótaeiganda koma nálægt sjávarútvegi etc. Það hefur verið of mikið af því í síðustu ríkisstjórnum.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta stærsta ástæðan

fyrir því að Geir vildi alls ekki fara í mál við Bretana útaf hryðjuverkalögunum?
mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin töfralausn

Sem betur fer er fólk að skilja að aðild að ESB er ekki einhver töfralausn. Það leysir engin mál að ganga í ESB og fá evru eftir 6 ár sem spurning er hvernig stendur þá. Hagfræðingar hafa spáð evrunni falli 2012. Auðlindirnar eru líka helsta málið en við myndum miðað við núverandi reglur ESB td missa yfirráð yfir fiskimiðum og hvað með aðrar auðlindir eins og orkuna og ef vinnst olia hvað með hana?
Það er ekki að ástæðulausu að Norðmenn hafa ekki gengið inn í ESB.
Svo er ekki mikið að hafa 0.82% atkvæðarétt, en það er það sem við Íslendingar myndum fá.
Sumir stjórnmálamenn keppast við að tala um inngöngu í ESB sem einhverja töfralausn. Það má ekki blekkjast þegar þeir reyna að leiða hugann frá þeirra eigin mistökum þeð þessari aðferð.
Þó að einhverjir sjái í hillingum styrki sem þeir eða þeirra einkavinir gætu mögulega fengið frá ESB er það ekki ástæða til að gefa í burtu yfirráðin yfir þjóðareign Íslendinga. Það er búið að gerast nóg varðandi kvóta og bankamál, ekki meir af slíku takk !
Það þarf allt að vera gegnsætt varðandi ESB, við erum búin að fá nóg af spillingunni. Kynning á ÖLLUM göllum og kostum þarf ÁÐUR en kosið er um þetta mikilvæga mál.

mbl.is Meirihluti vill ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarfrí!

Farin í helgarfrí frá blogginu - byrjaði reyndar í dag, ákvað með sjálfri mér að það besta sem ég gerði væri að hlaða batteríin þessa helgi.  Mæti að sjálfsögðu á morgun til að mótmæla, en það er líka hluti af því að endurhlaða orkuna!  Góða helgi kæru bloggvinir, svo og allir aðrir Íslendingar ! :)


Eitthvað mikið gruggugt við þessar fyrirgreiðslur !

Meðan Kaupþing lánaði ekki íslenskum fyrirtækjum fengu bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz TUGI milljarða lánaða frá Kaupþingi hér á landi, í Bretlandi og Lúxemborg mánuðina fyrir bankahrunið. Síðasta lánið fengu þeir örfáum dögum fyrir bankahrunið. Robert þessi á að sögn 5% hlut í Exista sem var stærsti hluthafi í Kaupþingi. Robert þessi situr í stórn Exista. Ætlast ráðamenn gamla Kaupþings til að öllum finnist þetta eðlilegt?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband