Og spillingin heldur áfram

og nú innan raða VR. Hvernig getur nokkur heiðvirður maður sem starfar hjá verkalýðsfélagi greitt atkvæði formanni sem hefur starfað fyrir og í nafni félagsins við að útdeila milljörðum til fjárglæframanna úr banka og klípa þar með af lífeyri óbreyttra félagsmanna?
Það sem kemur til greina er að:
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru ekki með neitt á milli eyrnanna - útleggist heimskir með afburðum.
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru heilaþvegnir af núverandi formanni.
Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn í VR eru bara svona innilega auðtrúa.

Eina aðra skýringu hef ég heyrt en hún er sú að það siðferði formannsins,sem er harla lítið, er smitsjúkdómur sem náð hefur inn í raðir trúnaðarmannaráðsins og til trúnaðarmanna eftir samneyti við manninn


mbl.is Gunnar Páll fékk þorra atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ætli þeim hafi ekki verið mútað

Guðrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þessari færslu. Ég taldi víst eftir að ég sá viðtalið við þennan mann að hann ætti ekki séns sem formaður stéttarfélags. EN KANNSKI VR EITTHVAÐ ALLT ANNAÐ ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.1.2009 kl. 14:40

3 identicon

Ég var á þessum fundi og það í fyrsta skiptið á slíkum. Þetta kom mér mjög sérkennilega fyrir sjónir. Þarna voru trúnaðarmenn utan úr bæ eins og ég en stór hluti fólkins ssem þarna var eru í trúnaðarráði og ekki var að sjá en að það fólk hafi allt kosið Gunnar og því vonlaust fyrir utanaðkomandi minnihluta að gera neinar breytingar á. Allir sem eru í þessu svokallaða trúnaðarráði voru einnig áfram, sjálfkjörið. Annaðhvort er þetta fólk sýkt af spillingu vegna samveru við Gunnar eða að hann er bara hinn besti karl. Ég get ekki sagt til um það vegna þess að ég veit það ekki. Ég held samt að betra hefði verið að skipta út lunganu af þessu fólki eins og þörf er á annarsstaðar í þjóðfélaginu. Öðruvísi næst ekki að byggja upp trúnað og traust.

Einnig þá er þetta félag alveg búið að snúa baki við félagsmönnum og eru í heitu faðmlagi við vinnuveitendur. Þetta segi ég eftir að hafa sótt eftir stuðningi frá VR fyrir samstarfsmenn. Ég var nánast beðin um að koma því til skila að starfsfólk geti bara étið það sem úti frýs og gert sér að góðu að troðið sé á því í skjóli kreppu, hvort sem hún er sönn eða upplogin.

Trúnaðarmaður í VR (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Aha.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.1.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Sigurbjörg

Já því miður er sama fólk í stjórninni og held að sú stjórn komi ekki til með að vinna vel með neinum nema Gunnari. Þannig að ef næst í gegn almenn kosning til formanns þarf örugglega að skipta síðan út í stjórninni.

Sigurbjörg, 29.1.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband