Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2009 | 18:44
Geir, heldurðu virkilega að þjóðin sé heimsk?
Þjóðin VEIT að það er ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem hefur komið þjóðinni í þessa aðstöðu. Ef þið hefðuð starfað samkvæmt skyldu ykkar þá hefðu bankarnir og útrásarvíkingarnir aldrei getað skuldsett okkur svona.
Þjóðin veit að það er ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar að segja ekki af sér STRAX.
Það er ábyrgðarleysi að hafa ENNÞÁ sömu menn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.
Það er ábyrgðarleysi að ráða ekki erlenda óháða sérfræðinga til að rannsaka bankahrunið.
Það er ábyrgðarleysi að þú skulir ekki hafa sagt af þér.
![]() |
Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 18:07
Þvílík lítilsvirðing!
Engar kosningar í vor. Sama hvað þjóðin vill, það sem Geir og Ingibjörg vilja það skal gilda. Þau ætla sér að sitja hvort sem þjóðinni líkar betur eða verr. Þvílík lítilsvirðing við þjóðina. Þau líklega halda því ennþá fram að mótmælin endurspegli ekki vilja þjóðarinnar.
Jú Geir viðurkennir að við megum mótmæla en inntak hans máls er: Það skiptir engu máli hvað þjóðin vill, þið getið mótmælt eins og þið viljið en við hlustum ekki á ykkur. !
Skammist þið ykkar Geir og Ingibjörg. Þið eigið tæplega afturgengt á þing, því ykkar afskiptaleysi gagnvart Seðlabankastjórn og stjórum svo og Fjármálaeftirlitinu er svo sannarlega geymd en ekki gleymd!
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2009 | 23:45
Stórkostleg samstaða mótmælenda
Eitthvað sem við erum ekki von að sjá hérlendis og trúlega ekki það sem ráðherrar áttu von á. Líklega þess vegna sem þeir sitja enn og hafa ekki breytt neinu því svona samstaða hefur ekki verið á Íslandi í áratugi. Komst því miður ekki í dag en mæti á morgun!
Hvernig er það, ætli venjulegur þingfundartími sé frá kl.13.30 ? Ætli þeir myndu byrja fyrr ef einhver fjármálakrísa væri hér?
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.1.2009 | 22:17
Hvað er næsta aðgerðarstig lögreglu?
Sjónarvottar fullyrða að um óþarfa ofbeldi hafi verið að ræða og kylfur notaðar til að verja af alefli. Mótmælendur á bráðamóttöku, einn líklega handleggsbrotinn og stúlka lamin af alefli með kylfu í höfuðið. Gera lögreglumennirnir sér ekki grein fyrir hvaða afleiðinga höfuðhögg geta haft?
Og allt réttlætanlegt segir aðgerðarstjóri lögreglu. Algjör lágmarksviðbrögð lögreglunnar og engu óþarfa ofbeldi beitt. Eru lögreglumenn óskeikulir?
Hefði eitthvað mikið farið úrskeiðis ef sá sem lamdi stúlkuna af alefli í höfuðið hefði sleppt því?
Hvað tekur við næst eftir að piparúða og kylfum sleppir hvað er næsta aðgerðarstig lögreglunnar samkvæmt vinnureglum?
Vonandi þurfum við aldrei að kynnast því en fróðlegt væri að vita hvað það er.
![]() |
Beittu kylfum á mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.1.2009 | 21:11
Auðséð að ekki er í raun hlustað á mótmæli
því Þorgerður, líkt og aðrir í ríkisstjórn, ætlar svo sannarlega að halda áfram að gefa skít (afsakið orðbragðið) í þjóðina og hvað þjóðin vill. Hún talar af snilld um lýðræði en hvar er lýðræðið sem þjóðin býr við ? Hvar er virðingin fyrir kjósendum? Er lýðræðið bara það sem snýst um að vernda alþingi sem stofnun? Er það lýðræði ef stjórn situr áfram í óþökk meirihluta þjóðar?
Hver vegna þessi hræðsla hjá ríkisstjórn að fá óháða erlenda rannsóknaraðila strax til að rannsaka bankahrunið. Varla hafa þeir eitthvað að fela ?
Ef þeir myndu drífa í þvi þá geta þeir boðað til kosninga STRAX. Væri það ekki betra heldur en að eyða tíma í að ræða hvort leyfa eigi bjór í matvöruverslanir?
![]() |
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 18:58
Eiturúði, kylfur, fangelsun, hvað næst?
Það skelfir mig að hugsa um hvað gerist næst ef mótmælendur "dirfast" að hafa sínar skoðanir og að halda áfram mótmælum. Hvaða stig kemur næst af hálfu lögreglu? Beiting árásarhunda?
Hvernig væri að ríkisstjórnin sæji að sér, auglýsti stöður seðlabankastjóra, seðlabankastjórnar og fjármálaeftirlits laust til umsóknar, fengi sérfræðinga erlendis frá til að rannsaka það sem rannsaka þarf vegna bankahrunsins og boðaði síðan til kosninga strax!
Ef áfram heldur sem horfir og engin breyting verður gerð eru allar líkur á að þetta endi með stórslysi.
![]() |
Lögregla beitir úða og kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.1.2009 | 18:22
Ja hérna Jóhanna
Svo þér er líka sama um vilja fólksins. Þið ráðherrarnir vitið að það þarf að skipta ykkur út fyrir aðra því þið eruð rúin trausti þeirra sem treystu ykkur fyrir 2 árum. Það væri búið að reka ykkur ef þið væruð í vinnu hjá fyrirtæki.
Heil þjóð á því betra skilið en ykkur sem trúlega hugsið eingöngu um völdin sem þið hafið en ekki hag þjóðarinnar.
![]() |
Ekki stjórnarslit í augnablikinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.1.2009 | 14:37
Það á að fresta öllum öðrum málum
Eitt annað þarf strax og það er afsögn ríkisstjórnar og kosningar strax !!!!!!
![]() |
Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2009 | 14:24
amk 10 manns í handjárnum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 14:20
Ekki meir, Geir !
![]() |
Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)