Færsluflokkur: Bloggar

Veðrið breytir ekki skoðun þjóðarinnar.

Og þó færri mæti í dag þá verðum við fleiri á morgun og um helgina. Það er skýr krafa í þjóðfélaginu um breytingar. Ríkisstjórnin hefur haft meira en 3 mánuði en ekki skipt út í Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu né um mannskap í hópi ráðherra. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið rétt á spillingunni. Þeir hafa ekki ráðið óháða rannsóknarmenn til að rannsaka bankahrunið. Einu gjörsamlega óháðu mennirnir hljóta að þurfa að koma erlendis frá.
Við værum ekki á þessum tímamótum ef svo hefði verið gert.

Ég hvet ofbeldisseggina til að halda sig heima svo þeir slasi ekki fleiri !


mbl.is Fjölgar í hópi mótmælenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki verið að æða áfram blindandi í einhverjum æsingi?

Það er rétt að framtíðarríkisstjórn verður að vera tilbúin að skera stjórnkerfið upp og leggja grunn að efnahagslegri endurreisn. Það þarf að gera ÁÐUR en hugsað er út í að sækja um aðild að ESB. Það þarf að taka á spillingunni ÁÐUR líka. Hættið að leita eftir ódýrri lausn, sem er að æsa fólk upp í ESB aðild strax. Er þessi æsingur til að breiða yfir þátt Samfylkingarinnar í spillingunni?
Það þarf að skoða alla skilmála ESB og kynna bæði kosti og galla þess. Það þarf að skoða fiskveiðistefnu og auðlindastefnu ESB. Ekki bara æða áfram blindandi. Það er hægt að skoða gjaldmiðilinn út frá fleiru en ESB. Hafið þið þingmenn og ráðherrar ekkert lært ?


mbl.is ESB-umsókn þolir enga bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vona að það sé rétt,

en reyndar trúi ég engu sem þessi maður segir. Hann er gjörsamlega búinn að missa traust mitt. Ég vil helst fá að heyra frá frá ábyrgum aðila sem er ekki rúinn trausti að þetta sé rétt.

mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi?

Hvað er að fólki ? Vildu sömu aðilar verða fyrir sams konar ónæði fyrir að vinna sín störf, jafnvel þó umdeild væru? Vonandi eru þeir sem þetta gerðu búnir að taka þessar upplýsingar og tillögur út af síðunum !
mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi íslensku þjóðinni !

Hvað er að fólki,ætlar það að rassskella sjálft sig eina ferðina enn? Framsóknarflokkurinn ber jafnmikla ábyrgð á spillingunni og Sjálstæðisflokkurinn, ef ekki meiri. Sonur fyrrverandi þingmanns, manns sem var þingmaður Framsóknarflokksins á bullandi spillingartímum er kjörinn formaður flokksins. Einn af erfðarprinsum spillingarflokksins.
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á einkavæðingu bankanna og fjármálaspillingunni á Íslandi.
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á útgerðargreifunum - kvótanum.
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á verðtryggingu lána
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á því að launin voru tekin úr sambandi við verðtryggingu en lánin ekki!
Guð hjálpi íslensku þjóðinni ef einhver fótur er fyrir fylginu í skoðanakönnuninni.
mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að veiða meira, en hvað og hvernig?

Friðrik, framkvæmdastjóri LÍÚ segir mikilvægt að sérfræðingar innan Hafró hafi óheft svigrúm til að segja sínar skoðanir. En þegar forstjóri Hafró lætur uppi skoðanir Hafró og LÍÚ vill heyra aðrar því hann vill jú veiða meira, dæmir hann forstjóra Hafró vanhæfan. Vissulega þarf að veiða meira á þessum tímum, en kanski mætti veiða nýjar tegundir af fiski eins og þeir eru nu reyndar farnir að gera.
Sjávarútvegsráðherra, framkvæmdastjóri LÍÚ og forstjóri Hafrannsóknarstofnunar eru allir þrír með mjög ákveðnar skoðanir. Spurningin er, hver af þeim er vanhæfur, kanski allir?
mbl.is Segir forstjóra Hafró vanhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla friðsama Ísland

Við erum ekki lengur friðsöm þjóð eða hvað? Hvernig hélt lögreglan að fólkið myndi bregðast við táragasi? Viðbrögðin hefðu ekki átt að vera að grýta gangstéttarsteinum eða reyna að kveikja í hurð Alþingishússins, slæm viðbrögð við slæmum aðgerðum. Mótmæli okkar eru nauðsynleg, en jafn nauðsynlegt er að hafa þau friðsamleg. Annað er vatn á myllu þeirra aðila sem fullyrða að við sem viljum breytingar séum bara helvítis skríll.

Hvað verður næst, þar sem her Björns komst ekki á laggirnar (reyndar minnir lögreglan hér á vísi að hernum hans), kallar Geir á hjálp frá her Nató ?


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gat ekki farið á annan veg

hjá félagsfundi Samfylkingarinnar.  Eina leiðin áður en þeir misstu enn meira fylgi.  Reyndar hljóta fleiri innan Samfylkingarinnar að þurfa að samþykkja, en trúlega hafa þeir ekki treyst því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki fyrri til eftir þeirra þing. 

Það verður strax að fara að vinna að alvöru í efnahagsmálum svo og rannsóknarmálum! 

Nú er það spurning hvað verður gert varðandi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.  Hvort það sé einhver dugur í stjórninni áður en hún segir af sér að auglýsa eftir nýju fólki þar?  Það liggur á, of mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan bankahrunið varð.

Eins hvort skipuð verði óháð rannsóknarnefnd með erlendum rannsóknarmönnum um bankahrunið.  Það er það eina rétta. 

 


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta löglegt?

Má lífvörður bera vopn á almannafæri? Var að horfa á fréttir í sjónvarpinu og sá ekki betur en að einkalífvörður Geirs hefði verið með kylfu eins og lögreglumennirnir, tilbúinn að beita henni ef þörf krefði.  Ég hélt að ég hefði lesið að bannað væri að bera þessi vopn, nema af lögreglunni svo framalega ef hún væri í fullum einkennisbúningi.  Er einhver annar sem tók eftir þessu?


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan segir bara hálfan sannleikann

í viðtali við BBC miðað við fréttina um mótmælin við alþingishúsið í gær.  Þeir segjast hafa notað piparúða en passa sig á að nefna ekki hvernig þeir börðu með kylfum á mótmælendum.  Eins sögðu þeir ekki frá því að þeir handtóku 15 ára unglinga ! 

Hvernig væri að segja allan sannleikann?


mbl.is Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband