Færsluflokkur: Bloggar

Þar fór sú von,

lögreglan notar piparúða. Hvers vegna ? Var um skemmdir að ræða? Voru þeir hræddir um árás og líf sitt? Ég hélt að það þyrfti til þess að þeir gætu hrópað gas gas gas gas gas og sprayað þessu eitri á fólk !
mbl.is Piparúða beitt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðasveit !

Það fer alltaf um mig þegar talað er um sérstaka óeirðasveit lögreglunnar hér. Bara orðið minnir á eitthvað svo miklu meira en er hér í gangi. Hér eru mótmæli í gangi sem ef eitthvað væri hlustað á væru mjög friðsöm, og er ég alveg hissa á hversu friðsöm þau eru þrátt fyrir að ekkert er hlustað á fólk. Vonandi að lögreglan beiti ekki eiturvopnum í dag
mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við trúum því að sjálfsögðu !

Það var vitað innan bankakerfisins hvert stefndi. Þegar svo menn sem búnir eru að hirða til sín milljarða rétt fyrir hrunið koma og tilkynna að allt sé "löglegt" það er eins og að skvetta olíu á eld. Við almenningur sitjum uppi með skuldirnar og ekki nóg með það, heldur börn og barnabörn líka. Viðsem sitjum upp með skuldirnar eigum líklega að vera þakklát fyrir að fá að borga fyrir þessa menn sem sitja uppi með eignirnar.
mbl.is Sigurður segir engin lög hafa verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðið ekkert og ótrúlegt ef ekki ólöglegt, því

ef um litla manninn væri að ræða sem tæki út stórar upphæðir rétt áður en hann færi í gjaldþrot væri það meðhöndlað sem fjársvik. Það hljóta að vera einhver lög sem taka yfir svona millifærslur sem gerðar eru síðustu dagana þegar Kaupþingsmenn vissu hvernig bankinn stóð. Flokkast þetta ekki undir undanskot sem aftur flokkast undir fjársvik? Voru þessir "samningar" nokkuð annað en undanskot peninga í fárra hendur þegar vitað var hvert stefndi?
Ólafur Ólafsson var með stórar yfirlýsingar í gær, hvaða yfirlýsingar ætli komi núna. Voru þessi viðskipti kanski einhvers konar greiðsla vegna Al Thani viðskiptanna?
Eða var þetta algeng aðferð til að færa eignir bankans til annarra aðila eða í önnur fyrirtæki eigenda hans?
mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnt hafast ríkisstjórnir að

Nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna er fyrir fólkið í landinu en ekki bankana.

Ríkisstjórn Íslands er fyrir bankana og útrásarvíkingana en ekki fólkið í landinu.

 


mbl.is Fyrir fólkið en ekki bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta veit ríkisstjórnin

en samt eru þeir með þennan mikla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.  Bæði er orðið mjög dýrt að fara til sérfræðings, viðtal um 9.000.- kr. hvað þá ef fólk þarf að fara nokkrum sinnum.  Nú lyf hafa hækkað ótæpilega, sum meira en 100% .  Að sjálfsögðu eru til í sumum tilfellum ódýrari samheitalyf. En þau henta ekki öllum, oftast vegna aukaverkana.  Fyrir fólk sem á ekki fyrir mat á varla fyrir lækniskostnaði og lyfjum.  Lyf hækka orðið 1x í mánuði eftir sögn lyfsala.  Ríkisstjórnin hefði átt að hugsa sig betur um áður en þeir skáru svona niður til til heilbrigðismála. 

Nú spretta upp landaverksmiðjur og lögreglan lokar sumum.  En það breytir ekki því að áfengi verður bruggað í margfalt meira mæli en áður í heimahúsum.  Smygl margfaldast einnig.  Ofneysla áfengis verður algengari svo og fíkniefnaneysla.  Þetta eykur einnig mjög á geðræn vandamál.  Þetta vita stjórnvöld líka. 

Og svo eru þeir búnir að þráast við að segja af sér án þess þó að gera neitt af viti.


mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún ekki ennþá búin að fatta það ?

Það er ekki hægt að bjarga því sem er ekki við bjargandi  LoL  
mbl.is Flokknum bjargað, segir Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meðan fyrrverandi útrásarmennirnir

verja gjörðir sínar og þann auð sem þeir náðu frá íslensku þjóðinni verður fólk hér á landi æ fátækara.  Atvinnuleysi eykst dag frá degi og peningar duga ekki fyrir nauðþurftum.  Matarúthlutun hefst að nýju næsta miðvikudag hjá Fjölskylduhjálpinni og á ég von á því að þeir sem eru aflögufærir hjálpi til, bæði fyrirtæki og einstaklingar.

Þessir útrásarmenn ættu að skammast sín og skila til baka því sem þeir tóku frá þjóðinni.  Meðan þeir lifa í vellystingum og hlæja að hversu auðvelt var að auðgast svon a gríðarlega sveltur hluti þjóðarinnar.

Skömm sé ykkur útrásarvíkingar.

Skammist þið ykkar ríkisisstjórn núverandi og fyrrverandi sem voru þeim til aðstoðar við útrásina.

Skammist þið ykkar Seðlabankastjóri og Seðlabankastjórn, þið gerðuð ykkar til að hjálpa þeim.

Skammist þið ykkar fjármálaeftirlit, þið löggðuð blessun ykkar yfir þetta.

Ykkar allra verður minnst sem lítilmenna í Íslandssögunni.

 


mbl.is Matarúthlutun hefst að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf eitthvað nýtt

og þegar það er þá kemur það erlendis frá.  Það verður fróðlegt að fá viðbrögð Seðlabankastjóra og stjórnar við þessu.  Svo og viðbrögð Fjármálaeftirlitsins og ég tala nú ekki um viðbrögð ríkisstjórnarinnar.  Hvernig ætli þau verði, eða ætli þau hunsi þessi ummæli eins og önnur? 

Reyndar óvitlaus hugmynd að tengjast annaðhvort norsku eða dönsku krónunni.  Hafði ekki spáð í þá dönsku fyrr, bara USD eða norsku krónuna.


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn erfðaprinsinn

Það virðist vera í tísku þessa dagana að "prinsar" gamalla stjórnmálamanna fái góðar stöður og nú kosningu. Og svo er talað um nýtt blóð !
Lengra nær miðju segir Sigmundur, það er nefnilega í tísku núna og hentistefna virðist alráðandi meðal pólitíkusa. Að minnsta kosti fram yfir kosningar. ESB aðild að sjálfsögðu. En reyndar eitt sem hann segir af viti og það er að það þarf að leysa brýnan efnahagsvanda áður.
Sé ekki samt annað en að á bakvið sé gamla flokksveldið með alla sína spillingu bara klætt í nýjan búning. En annars kemur þetta ekki til með að skipta máli því flokkurinn hlýtur að líða undir lok, hans tími er löngu liðinn.
mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband