Þvílík lítilsvirðing!

Engar kosningar í vor.  Sama hvað þjóðin vill, það sem Geir og Ingibjörg vilja það skal gilda.  Þau ætla sér að sitja hvort sem þjóðinni líkar betur eða verr.  Þvílík lítilsvirðing við þjóðina.  Þau líklega halda því ennþá fram að mótmælin endurspegli ekki vilja þjóðarinnar. 

Jú Geir viðurkennir að við megum mótmæla en inntak hans máls er: Það skiptir engu máli hvað þjóðin vill, þið getið mótmælt eins og þið viljið en við hlustum ekki á ykkur. !

Skammist þið ykkar Geir og Ingibjörg.  Þið eigið tæplega afturgengt á þing, því ykkar afskiptaleysi gagnvart Seðlabankastjórn og stjórum svo og Fjármálaeftirlitinu er svo sannarlega geymd en ekki gleymd! 

 


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimskreppan ein sér og allar ríkistjórnir umheimsins byrjaðar á rótækum aðgerðum í þága þjóða sinna. Engin skortur á upplýsingum og hvatningu þar.  Menn leggja þunga áherslu á alvöruleikann sem blasir við. Á  Ísland  við skiptum ekki máli: Skýring við sýnum ekki nóga virðingu.

N.B. Virðing er gagnkvæm. 

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 18:48

2 Smámynd: Sigurbjörg

Þessi ríkisstjórn notar hvaða afsökun sem er. 

Þau ættu að hugsa því hvernig er hægt að bera virðingu fyrir ríkisstjórn sem sýnir þjóðinni þvílíka vanvirðingu sem þessi ríkisstjórn gerir?

Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það á að koma fjármálageiranum í lag forgangsatriði fyrir kosningar: engin furða þó það sé mikil leynd.

Óeðlileg leynd fylgir óeðlilegu kerfi.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt!

Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband