Hvað er næsta aðgerðarstig lögreglu?

Sjónarvottar fullyrða að um óþarfa ofbeldi hafi verið að ræða og kylfur notaðar til að verja af alefli.  Mótmælendur á bráðamóttöku, einn líklega handleggsbrotinn og stúlka lamin af alefli með kylfu í höfuðið.  Gera lögreglumennirnir sér ekki grein fyrir hvaða afleiðinga höfuðhögg geta haft?

Og allt réttlætanlegt segir aðgerðarstjóri lögreglu.  Algjör lágmarksviðbrögð lögreglunnar og engu óþarfa ofbeldi beitt.   Eru lögreglumenn óskeikulir?

Hefði eitthvað mikið farið úrskeiðis ef sá sem lamdi stúlkuna af alefli í höfuðið hefði sleppt því?

Hvað tekur við næst eftir að piparúða og kylfum sleppir hvað er næsta aðgerðarstig lögreglunnar samkvæmt vinnureglum?

Vonandi þurfum við aldrei að kynnast því en fróðlegt væri að vita hvað það er.

 

 


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Það er staðreynd að í flestum ef ekki öllum öðrum löndum væru mun meiri og harðari mótmæli.
En það er líka staðreynd að í flestum ef ekki öllum öðrum löndum væri lögreglan búinn að sýna mun meiri hörku.
Ég mæli með því að fólk mótmæli, en það verður líka að vera tilbúið að taka afleiðingunum og hætta þessu væli.

Svo langar mig til að minna á að svona mótmæli eru ekki fyrir börn.

Sigurður Ingi Kjartansson, 20.1.2009 kl. 22:32

2 identicon

Næsta stig væri notkun táragas. (ekki piparúða heldur gas)

Þar á eftir eru það háþrýsti vatnsbyssur

Síðasta stig eru skotvopn með gúmmikúlum.

ég vona innilega að það komi ekki til þess, en stjórnvöld hafa sjálf kallað þetta yfir sig.

Hjalti (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Og allt réttlætanlegt segir aðgerðarstjóri lögreglu.  Algjör lágmarksviðbrögð lögreglunnar og engu óþarfa ofbeldi beitt.   Eru lögreglumenn óskeikulir?"

Þeir hljóta að geta tekið réttar OG rangar ákvarðanir eins og annað fólk, það væri eitthvað að þeim, ef þær væru alltaf réttar. Ég hef tekið rangar ákvarðanir, og vona að þú hafir einhverntímann gert það líka.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Sammála Sigurði, og minni á slagorðið " Börnin HEIM ! "

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála þér Sigurður, mótmæli eru ekki fyrir börn það hefur dagurinn kennt okkur.  Ég held að enginn hafi trúað því að friðsamleg mótmæli hér á Íslandi myndu fara svona í dag.

Ég held að fólk sé reitt en ekki að væla, en ég held samt miðað við fréttir að viðbrögð lögreglu hafi verið of hörð.  Kanski á eitthvað annað eftir að koma í ljós....

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Sigurbjörg

Hjalti, takk fyrir upplýsingarnar :)

Ég vona svo sannarlega að ekki verði um fleiri aðgerðarstig að ræða !

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: Sigurbjörg

Ingólfur, svo sannarlega hef ég eins og allir aðrir tekið ákvarðanir sem voru ekki þær bestu, en þær hafa ekki varðað heilsu fólks.  Að lemja fólk með alefli með kylfu í höfuð getur haft hræðilegar afleiðingar.  Að sjálfsögðu ætlast ég til að þeir sem gegna störfum hjá lögreglunni geti varið þá ákvörðun að gera það. Mér finnst ekki óeðlilegt að ætlast til að þeir taki sjaldnar rangar ákvarðanir en aðrir hvað varðar svona aðgerðir.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 22:45

8 Smámynd: corvus corax

Sigurbjörg Óskars segist ekki mundu trúa því að friðsamleg mótmæli gætu farið svona á Íslandi. Það er eðlilegt að svona fari þegar löggan byrjar með árás á mótmælendur á þeirri forsendu að þeir hafi verið að verja skíthúsið ...sorrý, alþingishúsið. Og að sjálfsögðu er ofbeldi mætt með ofbeldi. Hvað ætlar löggan að gera ef mótmælendur vopnast með öðru en pottum og sleifum? Það kemur líklega í ljós fyrr en marga grunar.

corvus corax, 20.1.2009 kl. 23:03

9 identicon

Lögreglu er kennt að lemja í stóra vöðva ekki liðamót eða höfuð og þegar þeir lemja EIGA þeir að beyta afli, það er einfaldlega kennt þaning að lemja eitt högg og það á að duga. Nú get ég ekki sagt hvort þeir reyndu að berja í höfuð eða ekki en ég stór efa að það hafi verið ætlunin, en í svona hreyfingu eins og var þarna er ómögulegt að sjá á myndböndum sem ég hef skoðað hvort viðkomandi hafi verið target löggunar eða ekki. Ég hins vegar mælist til þess að ef fólk sér lögguna reisa kylfur til lofts að vera ekki nálægt því þá er komin skipun um að berja frá sér hvort sem eitthvað er fyrir eða ekki.

KV Jói

Jói (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:10

10 Smámynd: Sigurbjörg

Corvus, held að mörgum fleiri hafi þótt það ótrúlegt og þess vegna haldið að í lagi væri að börn og unglingar væru þarna.  En jú, rétt lögreglan ákveður að "verja" húsið, var ekki eftir það sem rúður brotnuðu ? Eftir að lögreglan byrjaði ofbeldið með piparúða og kylfum? En þeir eiga eftir að réttlæta þetta á einhvern hátt, það gera þeir alltaf. 

Mér grunar að þú hafir rétt fyrir þér að þetta sé bara byrjunin

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 23:11

11 Smámynd: Sigurbjörg

Jói, við skulum rétt vona að  viðkomandi lögreglumaður hafi ekki ætlað sér þetta, en það er nú einu sinni svo að það er misjafn sauður í mörgu fé, líka lögreglunni.  En miðað við fréttirnar og þau myndbönd sem ég hef séð þá virðist sem lögreglan hafi byrjað á að stjaka við mótmælendum.  Ég skal þó ekki fullyrða hvort það sé rétt, ví ég komst ekki á staðinn í dag vegna vinnu.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Sigurbjörg

stafsetningapúkinn er að stríða mér .. ví = því :)

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 23:19

13 Smámynd: Offari

Ég vonaði að ríkisstjórnin færi frá áður en reiðin færi að stjórna mótmælunum.

Offari, 20.1.2009 kl. 23:19

14 Smámynd: Sigurbjörg

Því miður rættist það ekki Offari, það hefði verið best.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 23:20

15 identicon

Það hleypur meiri harka í þetta og svo má athuga það að víða í öðrum löndum beitir Lögregla enn meiri hörku en hér en á sama tíma má benda á að Mótmæli þar eru þá líka af öðrum toga allavega hjá siðmenntuðum þjóðum því þar segja menn af sér eftir önnur eins afglöp og ráðherrar hafa látið viðgangast hér og sennilega myndu erlendir lögreglumenn snúast á sveif með að steypa af stóli stjórn sem hefði látið aðra eins óráðssíu viðgangast eins og hér hefur verið látið viðgangast.Skil ekki hvað Geir og Ingibjörg eru að þrákallast við að boða strax til kosninga og láta þjóðina dæma en ekki örfáa hagsmuna seggi sem eiga mikið undir að fjármálamennirnir komi sínu undan allavega liggur meira á að bjóða ofan af fólki sem er komið í vanskil og þrot heldur en að beita reglugerðum í að stöðva strax alla peningaflutninga þessara auðmanna eins og dæmin sanna í KB ofl bönkum.

Nei á stöðum eins og Philipseyjum og öðrum ríkjum sem við teljum okkur svo oft fremri hafa herir landana steypt stjórnum til að koma í veg fyrir svona hluti þar sem einræðishyggja þeirra sem hafa látið kaupa sig til verkana af þeim sem hafa peningana talar og er þá strax sett herstjórn og boðað til almennra kosninga í flestum tilfellum 

Hér ættu menn að fara varlega í að egna lögregluna og fá hana frekar á sveif með sér því þetta eru menn eins og við þó slæmir séu innan um sem njóta þess að berja fólk þá bitnar þetta ástand jafnt á þeim eins og okkur en ef allt sýður upp úr hvað ætlar þessi fámenni hópur lögreglu að gera það er spurning allavega held ég að við eigum eftir að sjá 10 til 20.000 manns safnast saman og þá er eins gott að ekki sjóði upp úr því ekki getur varnarliðið hjálpað þessu fólki það er löngu farið 

Mín skoðun er sú að hér fari að gerast sögulegir atburðir og að tími breyttra stjórnhátta sé á næsta leiti því þjóðirnar í kringum okkur fylgjast vel með og eru alveg forviða á að ráðamenn landsins skuli enn sitja og enginn beri neina ábyrgð og eru alveg á alþýðunar bandi að við eigum rétt á að mótmæla og krefjast og sjá skilvirkar breytingar ekki eitthvað sem kemur eftir 2 mánuði eða 1 ár því þorri manna er að missa eigur sínar þó að þær séu kannski ekki miklar en það sem það á allavega í húsnæði sínu ofl

Út með ríkistjórnina og  samvinnu við lögreglu höfum þá með okkur og komum þjóðstjórn á hið fyrsta

Mín Skoðun og megið hafa það álit sem þið viljið á henni 

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:43

16 Smámynd: Sigurbjörg

 Nokkuð sammála þér Guðmundur

Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband