Eiturúði, kylfur, fangelsun, hvað næst?

Það skelfir mig að hugsa um hvað gerist næst ef mótmælendur "dirfast" að hafa sínar skoðanir og að halda áfram mótmælum.  Hvaða stig kemur næst af hálfu lögreglu?  Beiting árásarhunda?

Hvernig væri að ríkisstjórnin sæji að sér, auglýsti stöður seðlabankastjóra, seðlabankastjórnar og fjármálaeftirlits laust til umsóknar, fengi sérfræðinga erlendis frá til að rannsaka það sem rannsaka þarf vegna bankahrunsins og boðaði síðan til kosninga strax!

Ef áfram heldur sem horfir og engin breyting verður gerð eru allar líkur á að þetta endi með stórslysi. 


mbl.is Lögregla beitir úða og kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held það líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: ÖSSI

Ég spyr...Hvað viljið þið að Lögreglan geri? Á hún að hleypa fólki inn í húsið eða leyfa því að vinna á því skemmdir?. Menn gleyma því að þarna er skríll sem er að vinna skemdarverk og hefur ekkert með mótmæli að gera.  Mér finnst reyndar að lögreglan sé ekki nógu hörð og ætti að taka mikið fastar á þessu fólki. Lögreglan er að vinna sína vinnu sem þeir eiga að gera samkvæmt lögum og þið skuluð ekki gagnrýna þá fyrir það.

ÖSSI, 20.1.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigurbjörg

Kanski eru það ólög sem segja að fólk megi ekki mótmæla nema yfirvöldum henti.  Síðan þegar fólk færir sig ekki um leið og lögreglan segir þá spreyja þeir eiturúða yfir þá, mér finnst það ekki í lagi.  Síðan beitt kylfum hvað næst? þetta er ekki í lagi.  Við getum verið sammála um að vera ósammála Össi.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: ÖSSI

Já það er jú öllum frjálst að hafa sína skoðun meðan lögum er fylgt. Ég tel að lögreglan hafi einmitt verið að framfylgja lögum í dag. Fólk er að ögra lögreglunni og hún bregst við sem von er....

ÖSSI, 20.1.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Sigurbjörg

Lögreglan er kanski yfir það hafin, en mér hefur skilist að það sé samkv. hegningarlögum túlkað ofbeldi ef einhver lemur mann sem hefur ögrað honum í tali. 

En fer þetta ekki að verða spurning um hvort þetta sé ekki hluti af "litla hernum" og hvort hann sé notaður til að berja borgarana til hlýðni ?

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 20:08

6 identicon

Það er allt í lagi að mótmæla það er rettur hvers manns en þegar fólk er farið að haga sér eins og maður sá í sjónvarpinu þá er mér ofboðið ég er allveg viss um að 60-75 % af fjöldanum séu fólk á aldrinum  14 -  19 til 23 ára sem eru þarna bara til að upplifa æsingin sem þarna fer fram og eitt að lokum mér finnst lögreglan vera alltof væg við þessa mótmælendum sem eru þarna eingöngu til að ögra þeim við meigum þakka fyrir að lögreglan her á landi skuli ekki vera eins og í öðrum löndum

ps auðvita eru fullt að góðu fólki sem eru að mótmæla og ég stið það svo fremi sem það geri það á friðsamlegan hátt

Johan (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:39

7 identicon

Þetta er það fólk sem er að tala fyrir okkur flest öll.

Það er búið að byðja fólk að sýna þolinmæði og ekki vera að dæma fyrr en sekt er sönnuð. Á meðan eru fréttir sem sýna fram á það að það sé verið að taka okkur aftan frá!! hvernig eigum við að taka þessu ????? kannski að taka upp gamlar venjur þegar danir réðu og riðu rækjum (íslendingum) ? Neiiii segi ég látum ekki plata eða kúga okkur og ég vona að þessir sem stjórna átti sig á því hverjir það eru sem ráða þá í þessa stöðu!!!!

Benjo (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:44

8 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Það þarf nú ekki að líta lengra en á Norðurlöndin til að sjá að lögreglan okkar er búin að vera stillt og prúð, fólk er hiklaust lamið með kylfum og beytt táragasi og vatnsbunum erlendis þegar svona uppúr sýður.

En ekki misskilja mig, ég sagði það fyrir löngu að þessi dagur ætti eftir að renna upp og fyrir mér verður þessa minnst sem slæmum degi í sögu Íslands, og ég hræðist það að fólk fari ekki að hlýða tilmælum lögreglu (sem hafa nokkurn rétt á sér) fyrr en menn fara að slasast alvarlega eða jafnvel deyja og þá erum við alver sokkin í svartnættið að mínu mati.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 20.1.2009 kl. 20:52

9 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála Benjó, og hvers vegna heldurðu að ekki sé búið að ráða óháða erlenda rannsóknarmenn til að rannsaka bankahrunið?  Skrítið ....

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 21:12

10 identicon

Það er svo sem lítið við þá lögreglu sem sinna sinni vinnu að sakast. það er meira við þá að sakast sem ráða yfir því enbætti. Það sem fólk (mótmælendur) eru að gera er að fókusa á rót vandamálsins. Alltaf að fara að rót vandans ef þú ætlar að koma í veg fyrir vandann.. sagði einn gamall eðlisfræði kennarinn minn.. er þetta ekki sem á við í dag??

benjo (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:15

11 Smámynd: Sigurbjörg

Eggert, ég held að það hafi margir óttast þennan dag og ég vona að það fari ekki verr.  En fólk er orðið lang þreytt og það mátti búast við þessu, því miður.  Fólk á rétt á að mótmæla friðsamlega.  Það eru kanski nokkrir sem fara yfir strikið en mér finnst það ekki rétt að láta kylfuna vaða á fólk.  Bara mín skoðun.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 21:18

12 identicon

Ég verð að segja að Löggan er búin að vera nokuð öguð og róleg í undanförnum mótmælum og biðlund þeirra til stakrar fyrirmyndar, eins og EJE segir við þurfum ekki að líta langt út fyrir landið okkar til að sjá allt aðra og harðari aðferðir. Ég veit fyrir víst að margir ef ekki all flestir þeirra eru samála okkur hinum um að stjórvöld eigi að stokka upp hjá sér og boða til kosninga sem allra fyrst EN þeir eru að vinna sýna vinnu og þurfa að gera það hvort sem þeim líkar það eða ekki. Beyting bæði á gasi/úða og kylfu er aldrei gerð með glöðu hjá lögregumanninum sem það gerir, hvort sem er í sjálfsvörn eða samkvæmt skipu. Það sem mér hins vegar hugnast ekki er sinuleysi og óvirðing sem stjórnvöld sýna fólkinu í landinu mep því að hvorki tala við okkur né að því er virðist hlust, það getur ekki verið svo erfit að skipta um menn hjá seðlabankanum og FME. Það eitt væri STÓRT byrjunar skref. En ef ekkert gerist er ég viss um að einhver á eftir að slasast illa og þá langar mig ekki að hugsa til enda hvað gerist eftir það hvorki af löggunar eða mótmælenda hendi.

Kveðja Jói 

Jói (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:18

13 Smámynd: ÖSSI

Jú jú sammála ykkur stjórnmálamennina en hvað á lögreglan að gera ef henni er ógnað?....hún hlýtur að svara með því að verja sig. Alveg sama hvað hver segir þá var alveg réttlætanlegt að grípa til aðgerða hjá lögreglunni í dag. Ég er svo alveg sammála því að mér finnst ekki nóg að gert hjá ríkisstjórninni í þessu rugli öllu saman en það kemur kannski ekki lögreglunni við og þessum aðgerðum.

ÖSSI, 20.1.2009 kl. 21:26

14 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt Benjó, það á vel við í dag. 

Össi það er skiljanlegt ef lögreglunni finnst sér ógnað að grípa til ráða.  En ef þú hugsar út í það þá eru viðbrögðin hjá lögreglunni: 1.stig = beiting piparúða.  2.stig= beiting kylfu.  Fyrst þetta eru fyrstu 2 stigin hvað er þá 3ja stig?

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 21:35

15 identicon

Jú lögreglan er síðasta vörn siðmenningar,

Það væri kannski málið að ná henni á völd almennings?? þeir sem sinna þeirri skildu að sjá um þessi mál eru kannski einstaklimgar sem eiga við þessi sömu vandamál að stríða og við hin?? Hvernig væri að vekja upp gamlar hefðir og taka upp gamla mátann og kjósa á þingvöllum ?? bara að segja okkur úr núverandi alþingiog taka upp gamla mátann??

benjo (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:42

16 Smámynd: Sigurbjörg

Jói, ef stjórnvöld hefðu brugðist við og skipt um fólk í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, síðan ráðið óháða erlenda rannsóknarmenn til að skoða málefni bankanna, þá væru ekki þessi mótmæli í dag.  Þá hefðu stjórnvöld verið að vinna sína vinnu !

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 21:42

17 identicon

Því er ég hjartanlega sammála Sigurbjörg, þetta hefði aldrei þurft að ganga svona lang ef ráðamenn hefðu verið að vinna sýna vinnu fyrir okkur, þeir eru jú kosnir af okkur til að gæta okkar hagsmuna, ekki hagsmuna fára útvaldra.

KV. Jói

p.s. afsaka stafsetningu í fyrra comenti og þessu

Jói (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:49

18 Smámynd: Sigurbjörg

Benjo, við stærum okkur af því við aðrar þjóðir að vera gott lýðræðisríki og eitt það elsta og minnum á löggjafarþing okkar Íslendinga á Þingvöllum.  Kanski væri ekki vitlaust að hverfa til fortíðar með það, því alla vega virðast ráðherrar ekki aðhyllast lýðræði fyrir þjóðina. Eða kanski finnst þeim þeir vera bara "jafnari" en aðrir.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 22:04

19 identicon

Sigurbjörg þú kemur sterkt inn!! Flottar skoðanir..

Það eru svo margir sem gleyma sínum rótum og slóðum frá sínum uppruna.

Það er í okkar islenska eðli að bjarga okkur út úr vanda og volæði.

spurningin er bara hversu mikið er á okkur lagt??

Stefnan í dag er að leggja eins mikið og mögulegt er á okkar þjóð!!

Manni líður svoldið eins og burðarhest með of mikla lest og byrgði!!

Fyrir nokkrum mánuðum fannst mér eins og ég gæti gengið að hlutum auðvelt og vísum og það væri ekkert því til fyrirstöðu að ná mínum takmörkum..

Í dag er þetta allt annað..

Mér fannst ég ekkert vera að gera rangt í mínum fjármálum eða siðferði

benjo (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:27

20 Smámynd: Sigurbjörg

Flestum af okkur líður eins Benjo, það fer að verða spurning hvað við þolum mikið.  Stjórnvöldum finnst hins vegar líklega jafn sjálfsagt og útrásarvíkingunum að við borgum þegjandi og hljóðalaust og það sem meira er, með bros á vör.  Og að sjálfsögðu eigum við að vera ánægð með að láta þessa stjórn sitja áfram.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 22:54

21 Smámynd: Sigurbjörg

Jóhann, fólk fær kosningarétt 18 ára og hefur því jafnvel stór hluti þessa hóps sem þú talar um kosið í síðustu kosningum og margir hinna koma til með að kjósa í þeim næstu.  Mér finnst ósköp eðlilegt að sá hópur mótmæli líka því það er jú sá hópur sem kemur til með að borga mest niður skuldir útrásarvíkinganna.  Ef ekki væri fyrir ríkisstjórnina, þessa og þá síðustu á undan, hefði þetta aldrei átt sér stað.  Þess vegna mótmælir fólk.  En vonandi verða mótmælin friðsamleg í framtíðinni.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 23:29

22 identicon

Fólk er fólk hvernig sem á það er litið smátt eða stórt. Það á engin að setja þau mörk hvenar maður er smár eða stór. Ef við lítum á þetta nánar eru það smáa fólkið (burðadýrinn) sem koma til með að borga.. ennþá er ég ekki búin að sjá nein teikn á lofti um að þeir sem hafa valdið þessu TJÓNI séu að axla ábyrgð.. margir sem eiga erfitt fara að leita til æðri mátta til stuðnings, sumir fara og leita til stjórnvalda og aðrir eru bara í djúpum skít og eins og við hinir fá engin svör..

Spurningin sem ég spyr mig alltaf af:

Var þetta ekki svoldið skrítið að 300þús manna þjóð gæri alið af sér þvílíkan hóp af fjármála snillingum sem vissu og gátu gert betur enn allir þessi bjánar út í þessum stóra heim ????

benjo (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:01

23 Smámynd: Sigurbjörg

Meira en lítið skrítið, enda kom annað í ljós. Þeir voru ekki svo klárir ... nema í að koma undan peningum

Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband