Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2009 | 16:20
Ég get ekki ímyndað mér
að einhverjum hafi dottið í hug að Geir hafi ekki talað til Gordon Brown um þetta alvarlega mál. Hvers konar bleyðuskapur var það eiginlega? Er ekki lágmarkskrafa að forsætisráðherra fái vitneskju um svona aðgerðir frá fyrstu hendi?
Ég held svei mér þá ekki væri vitlaust að Jóhanna tali við Gordon Brown á fái úr þessu skorið. Eins hvort Bretar ætli að hafa okkur áfram á þessum lista.
Það kemur þá kanski í ljós rétt ástæða.
Jóhanna hringi í Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2009 | 15:07
Ætla Vinstri grænir virkilega að selja sig?
Einu hef ég verið sammála meiri hluta Vinstri grænna sem og Sjálfstæðismanna með, og það er að fara ekki blint inní Evrópusambandið. Mér sýnist að Samfylkingin ætli að reyna að troða okkur þar inn ÁN ÞESS AÐ KYNNA OKKUR ALLA KOSTI OG GALLA þess. Smáskref í einu segir Össur hróðugur! Mér finnst lágmark að kynna þetta fyrst rækilega, efna síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu til að sjá HVORT við eigum að sækja um aðild. Síðan má sækja um aðild ef það verður útkoman. Eftir það, ef til þess kemur, koma trúlega til með að líða nokkur ár áður en kemur til greina að taka við okkur þar. Þá þyrfti að fá aðra þjóðaratkvæðagreiðslu því til staðfestingar eða höfnunar.
En á kanski að leggja fram breytingar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að þeir geti gert það sem þeim sýnist og bara sótt um án þess að spyrja þjóðina álits?
Ætla vinstri grænir virkilega að selja sál sína og samþykkja að sækja um aðild ESB án þess að leggja málin fyrir þjóðina áður?
Eitt hænufet til Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2009 | 14:15
Íslenska mafían?
Eitthvað er búið að finna af eignarhaldsfélögum á Tortola-eyju. 87 af þeim 136 félögum í umsjón stóru bankana þriggja. Ja hérna, er þetta Íslenska mafían ? Nokkur þessara félaga sem voru í umsjón Landsbankans og Kaupþings voru um tíma meðal stærstu eiganda í bönkunum en eignarhald ekki augljóst.
Þarna þarf að fá heimild til að fá allt bókhald þessara fyrirtækja. Hvort sem um "rassvasabókhald" eða raunverulegt bókhald er að ræða. Hvað er verið að fela þarna? Ef ekki hefur verið borgaður skattur af hagnaði á íslenskum hlutabréfum bankanna hlýtur að hafa verið um skattsvik að ræða. Á þeim forsendum hljóta rannsóknaraðilar hér að geta fengið heimild til nákvæmnar skoðunar.
Eins og kauphéðnar, bankamenn og aðrir hafa prédikað mikið í gegnum árin til að fá lækkaða skatta á fyrirtæki hér og fengið það í gegn, til hvers þá að vera með öll þessi fyrirtæki erlendis? Og til hvers að reyna að fela það og eins eignaraðildina? Slæmur fnykur af þessu.
Er þetta íslenska mafían?
Félög skráð á Tortola eru 136 talsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 12:32
Ekki er þetta dæmi um ofneyslu !
Verðtrygging lána er afleit meðan laun eru ekki9 verðtryggð. Ráðamenn margir eru búnir að reyna að kenna almenningi um verðbólgu og þenslu síðastliðin ár. Þetta er glöggt dæmi um hversu rangt þeir hafa haft fyrir sér. Hvenær á að gera eitthvað varðandi vísitölulánin, sem hafa farið uppúr öllu valdi á síðustu mánuðum? Það er ekki nóg að breyta lánum í erlendri mynt. Reyndar mjög ósanngjarnt gagnvart þeim mjög mörgu sem hafa vísitölutryggð lán. Hvenær fáum við einhver svör?
Föst í of lítilli íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2009 | 11:57
Ekki tímabært ?
Ég held að ekki sé tímabært fyrir Geir hinn harða að veita fréttamönnum eða öðrum viðtöl. Hann gerir sjálfum sér og þjóðinni allri skömm til að láta svona útút sér. Hann sýnir líkt og Davíð hversu litla virðingu hann ber fyrir landi og þjóð. Við erum ekki einu sinni þess virði að biðja okkur afsökunar. Að þessi maður skuli hafa verið ráðherra hátt í 2 áratugi, þmt bæði fjármálaráðherra svo og forsætisráðherra er ótrúlegt miðað við orð hans og gjörðir í dag.
Sami hrokinn í honum og Davíð. Ég held að það sé kominn tími til að þeir báðir taki sér frí það sem eftir er frá pólitík og opinberum störfum.
Geir: Biðst ekki afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 21:31
Kreppan kemur sér vel fyrir suma !
N1 að eignast enn eitt fyrirtækið, núna Kynnisferðir. Eins mikið og talað er um hversu hættulegt það var að láta Baugsfeðga eignast eins mikið af verslunum og fyrirtækjum og raunin varð, hef ég ekki heyrt talað um neitt slíkt í sambandi við N1. Forvitnilegt verður að sjá hversu mörg önnur fyrirtæki N1 eignast útaf kreppunni.
Hvað ætli N1 eigi mörg fyrirtæki og í hve mörgum öðrum hluta?
Hvernig hefur Bjarni tíma til að fara í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum?
N1 eignast Kynnisferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 18:50
æ hvað það er nú gott
að kreppan hafi ekki slæm áhrif þarna. Gaman að vita um þessa nýju útrás sem væntanlega verður lyftistöng fyrir land og þjóð. Eitthvað til að vega upp á móti útrásarmobsterunum.
Mæli með því að hætt verði að nota orðið "útrásarvíkingar" yfir peningamennina. Mér finnst víkings orðið alltof gott fyrir þá!
Kreppan selur íslenska tóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 16:35
Uppgötvun ársins!
Þetta er uppgötvun ársins, mögulega aldarinnar! Eiríkur er örugglega fyrsti maðurinn sem áttar sig á því að gengi krónunnar þurfi að styrkjast ! Til hamingju með það !
Kanski áttar sig einhver á því að síðan þurfi að lækka vexti og afnema vísitölutryggingu á lánum !
Mikilvægast að gengið styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2009 | 16:18
Fyrst mennirnir eru búnir að gefast upp
Standa við afsagnir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 14:07
Er farið að slá útí fyrir Sigurði Kára?
Var að hlusta á alþingisumræður og ma Sigurð Kára sem lýsti áhyggjum af ríkisstjórninni því þeir væru svo miklar Bretasleikjur. Af tali Sigurðar Kára má ráða að samningar vegna icesave geti íslenska þjóðin ekki greitt. Hvers vegna í andskotanum var þá hans flokkur að semja um greiðslurnar?
Vinstri grænir sem voru þeir sem andmæltu hvað harðast vegna þessara samninga segir Sigurður Kári nú ekki hæfa til að tala við Bretana því þeir munu samþykkja áður samþykkta samninga. Hvað er drengstaulinn að bulla? Er ekki kominn tími til að hann skrái sig á "hvíldarheimili". Hann gengur augsjáanlega ekki heill til skógar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)