Ætla Vinstri grænir virkilega að selja sig?

Einu hef ég verið sammála meiri hluta Vinstri grænna sem og Sjálfstæðismanna með, og það er að fara ekki blint inní Evrópusambandið.  Mér sýnist að Samfylkingin ætli að reyna að troða okkur þar inn ÁN ÞESS AÐ KYNNA OKKUR ALLA KOSTI OG GALLA þess.  Smáskref í einu segir Össur hróðugur! Mér finnst lágmark að kynna þetta fyrst rækilega, efna síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu til að sjá HVORT við eigum að sækja um aðild.  Síðan má sækja um aðild ef það verður útkoman.  Eftir það, ef til þess kemur, koma trúlega til með að líða nokkur ár áður en kemur til greina að taka við okkur þar. Þá þyrfti að fá aðra þjóðaratkvæðagreiðslu því til staðfestingar eða höfnunar. 

En á kanski að leggja fram breytingar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að þeir geti gert það sem þeim sýnist og bara sótt um án þess að spyrja þjóðina álits? 

Ætla vinstri grænir virkilega að selja sál sína og samþykkja að sækja um aðild ESB án þess að leggja málin fyrir þjóðina áður? 

 


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Það þýðir ekkert fyrir þig að skamma Samfylkinguna fyrir að kynna þér ekki kosti og galla. ESB er mesta hagsmunamál íslendinga um þessar mundir, og það er ÓGRYNNI upplýsinga um aðild og áhrif aðildar á land og þjóð. Ef þér finnst þú ekki nægilega vel upplýst um þetta mikilvæga mál, hvernig væri þá að leggja smá á sig og kynna sér málin?

ESB málin eru hluti af þeim lausnum sem við þurfum að ráðst í til björgunar heimila og atvinnulífs. Þeim ber því að halda á lofti.

Einar Solheim, 12.2.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Sigurbjörg

Rétt frænka mín, en eitthvað er Össur samt að leggja fram breytingartillögur þannig að þingið fái meiri völd og ekki þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en með næstu kosningum á eftir.  Þannig að ef svo færi, gæti ekki "tæknilega" verið hægt að sækja um aðild og síðan samþykkja þannig að við værum með eina þjóðaratkvæðagreiðslu í stað tveggja?  Get ekki að því gert að vantreysta stjórnmálamönnum þessa dagana.

Sigurbjörg, 12.2.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Sigurbjörg

Einar það er mikið rétt, ekki þýðir að skamma Samfylkinguna eina fyrir þetta.  Þeir eru samt sá flokkur sem mesta áherslu leggur á aðild. 

Að sjálfsögðu eiga allir flokkar að koma þarna að og kynna þetta, líka þeir sem eru á móti aðild.

Eins læt ég það hér fylgja að ég hef gert töluvert af því að kynna mér ESB málin, að sjálfsögðu örugglega ekki nægjanlega.  En rétt er það er töluvert um upplýsingar hægt að finna, mikið um reglugerðir og lög á netinu.  Eins hefur ESB þáttur Moggans verið ágætur svo langt sem hann nær. 

En ég fer ekki af því að það þarf að kynna þetta betur.  Ekki bara veifa þessu sem töfralausn sem tilhneigingin er núna.  Þetta er ekki algott, og eftir því sem ég kynni mér þetta betur því skeptískari verð ég á inngöngu.  Kanski vegna þess að það sem ég hef séð er ekki af hinu góða.  Þess vegna segi ég enn og aftur, það þarf að kynna BÆÐI kosti og galla.  Og þar sem Samfylkingin er sá flokkur sem "veifar þessari töfralausn" er það sá flokkur sem þarf að kynna hvers vegna.

Sigurbjörg, 12.2.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Einar Solheim

Því miður er ég búinn að rökræða ESB svo niður í þaul að ég nenni því ekki lengur.  Sú skoðun hefur einfaldlega verið að krystallast hjá mér að þeir sem eru á móti inngöngu í ESB eru bara vitleysingar, og ég hef meira og betra við tímann minn að gera en að eiga við vitleysinga.  Nú vill svo til að mörgum finnst þetta ómálefnaleg afstaða, en það er nú bara svo einfalt að fólk sem hvorki heyrir né skilur þegar þörfin öskrar framan í það á bara skilið að lifa með sína verðbólgu, óstöðugleika og einangrun sem afstaða þeirra hefur í för með sér.

Einar Solheim, 12.2.2009 kl. 16:46

5 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála Einar, mjög svo ómálefnaleg afstaða hjá þér og þú mátt alveg trúa á "töfralausnina" svo þér líði betur.  

Sigurbjörg, 12.2.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Einar Solheim

Hættið nú þessu rugli með "töfralausnina"! ESB er engin töfralausn. Framundan eru ömurlegir tímar. Erfiðir niðurskurðartímar umfram það sem við höfum nokkurn tíman séð. Gífurlegt atvinnuleysi. ESB bjargar ekki neinu af þessu. Það er samt bara heimska að halda að það sé hægt að vinna sig út úr þessu með íslenska krónu að vopni og með efnahagslíf sem nýtur einskis trausts - hvorki innanlands né utan.

Einar Solheim, 16.2.2009 kl. 09:54

7 Smámynd: Sigurbjörg

Það þarf aðra mynt, eða amk tengingu við aðra mynt.  Mikið sammála þér Einar að krónan er ekki hátt sett einu sinni meðal Íslendinga, hvað þá annarra.  Enda margir duglegir að benda á það, einnig þeir sem eru á móti ESB.

Sigurbjörg, 16.2.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband