Færsluflokkur: Bloggar

Svei mér þá,

þau eru samstíga núna í að horfast í augu við það að þjóðinn vill þessa ríkisstjórn burt ! Það tók ansi langan tíma að viðurkenna það, of langan. Þessi langi aðdragandi að því er búinn að vera ansi dýrkeyptur. Ef vit væri í þeim myndu þau skipta STRAX út Seðlabankastjórn og Seðlabankastjórum, svo og Fjármálaeftirlitinu. Eins að fá óháða aðila erlendis frá til að rannsaka bankahrunið. Aðeins þá eiga þau sér kanski einhverjar viðreisnar von.
Geir þarf varla að vera hræddur ennþá við hótun Davíðs um að hann bjóði sig fram ef hann verður rekinn. Ég held meira að segja að Davíð sé farinn að skilja það að hans tími er liðinn, og það löngu liðinn.
Það er komið á fjórða mánuð frá hruninu, klukkan tifar og það verður að fara að gera eitthvað !
mbl.is Gera klárt fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisþjónustan þarf að vera í stakk búin

til að aðstoða vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Við sem þjóð getum ekki horft uppá að minnkandi þjónustu geðdeilda á þessum tímum. Reyndar er þvílík skömm hvernig skorið er niður í heilbrigðiskerfinu, það verður að skera niður annars staðar en þar.

mbl.is Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef kosið í vor,

hvað þangað til?  Ætlar ríkisstjórnin að sitja áfram eða á að stofna utanflokkastjórn?  Eða jafnvel þjóðstjórn?  Eða á bara engu að breyta þangað til?

Sé ekki fyrir mér að þessi stjórn hafi dug í sér til að skipta strax út í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og það bráðliggur á því.  Einu sinni enn, hvað með óháða rannsóknaraðilia að bankahruninu? Skiptir það bara engu máli eða er eitthvað slæmt sem gæti komið þar upp varðandi stjórnarflokkana og þeirra einkavini? Veit ekki hvað skal halda


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkja hvað?

Hvað viltu virkja næst Össur, Gullfoss eða Dettifoss? Er ekki alveg eins gott að gera það strax það hlýtur að líða að því hvort sem er, eins og virkjunargleðin er mikil hér. 
mbl.is Erlend fyrirtæki sýna áhuga á virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls?

Sérkennilega til orða tekið hjá Sigmundi.  Voru hann og þau bæði hjónin ekki frjáls til að tala um hvað sem er opinberlega?  Var auðjöfur sem stjórnaði því sem hann sagði og gerði?  Hvernig ber að túlka þetta eiginlega?  Hafði einhver tangarhald á þeim og þá hver?

 

 


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál !

Vonandi gengur þetta mjög hratt fyrir sig, trúlega eru þessir aðilar tengdir þeim sem birtu nöfn lögreglumannanna eða jafnvel þeir sömu.  Ég held að allir (nema ofbeldisseggirnir) standi með lögreglunni í þessu.

Æi hvað væri gott ef ríkisstjórnin hefði sett sama kraft í málin sem varða hrun bankanna. 


mbl.is Munu hafa uppi á ofbeldismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast með hæstarétt?

Er ekki Hæstiréttur að segja með þessu að kynlífsathafnir tengdar börnum séu í lagi svo framarlega sem gerandinn hafi sérstakan áhuga á BDSM ? 

Einhvern veginn get ég ekki trúað því að samkvæmt barnaverndarlögum sé í lagi að áhugafólk á BDSM flengi börn og beri síðan oliu á rass þeirra. 

Maðurinn var líka ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ítrekað slegið móðurina á beran rassinn með beltisól. Hann var sýknaður þar sem sýnt þótti að athæfið hefði verið hluti kynlífsathafna þeirra, en „ákærði kveðst hafa sérstakan huga á flengingum og bindileikjum (BDSM) í kynlífi,“ eins og segir í héraðsdómi.

Er hæstiréttur ekki með þessu að gefa grænt ljós á kynlífathafnir gagnvart börnum svo fremi sem gerandinn sé haldinn kvalalosta. 


mbl.is Mátti flengja drengi kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Össur,

Sama bullið í þér og Geir.  Þið ætlið ykkur trúlega að sitja áfram, elskið völdin of mikið. Þið gerið ekki það sem þið þurfið að gera !

Skammist þið ykkar ! 


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moka henni upp strax !

Það væri nú munur ef við upplifðum síldarævintýri núna á þessum tímum ! 
mbl.is Svartur sjór af síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er með Steinunni?

En einu tók ég eftir, Steinunn Valdís kennir eingöngu sjálfstæðisflokknum um, hún er ekki manneskja til að að viðurkenna að samfylkingin á líka sök, og þar á meðal hún sjálf !
En hver veit, kanski verða stjórnarslit fyrir helgi. Enginn tekur samt á sig neina ábyrgð, ekki framsóknarflokkurinn, ekki samfylkingin og ekki sjálfstæðisflokkurinn. Það þarf að losna við þá úr ráðherra og þingmenn sem eru of miklar rolur til að viðurkenna sín mistök.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband