Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2008 | 09:48
Gott fordæmi fyrir suma aðra bankastarfsmenn og fleiri
Fleiri bankastarfsmenn mættu fara að dæmi Tryggva og segja af sér strax, en það eru þeir sem gengdu ábyrgðarstöðu á gömlu bönkunum.
Þá mættu ýmsir aðrir aðilar td. í Fjárálaeftirlitinu og Seðlabankanum að hugsa sinn gang, að ekki sé talað um ríkisstjórnina.
![]() |
Tryggvi hættur í Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2008 | 23:37
Enn fleiri dauð atkvæði
Enn fleiri dauð atkvæði falla ef margir nýir flokkar koma inn. Það verður líklega til þess að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verða áfram við völd að viðbættum Framsóknarflokki ef hann þurrkast ekki út loksins. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir okkur, en einnig Samfylkingin.
VG, Frjálslyndir og Íslandshreyfingin ... 3 flokkar í viðbót. Síðan bætist Framfaraflokkurinn við og jafnvel Kolfinna og Jón Baldvin eða einhverjir aðrir með enn einn flokk. Hvar falla atkvæðin? Líklega einhvers staðar dauð því miður.
Það væri heillaráð að kjósa einhvern af þeim 3 flokkum sem eru í stjórnarandstöðu ... sorry ég tek ekki framsókn með en eins og ég segi hér á undan bera þeir einna mesta ábyrgð.
![]() |
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2008 | 21:10
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort svo verður
Nú þegar allur þessi niðurskurður er væri eðlilegt að bankarnir myndu ALVEG SLEPPA ÞVÍ. En eru þeir ekki svo vanir því að við gleymum svo fljótt? Kanski halda þeir að við gleymum þessum atburðum fyrir næsta veiðisumar. Þeir voru nú drjúgir við laxveiðarnar aflóga stjórnmálamennirnir meðan þeir voru í bankastjórnum, þó þeir kæmust ekki í hálfkvisti við einkabankana undanfarin ár.
En nú er svo komið að þjóðin gleymir EKKI. Geymt en ekki gleymt !
![]() |
Spurt um laxveiðar ríkisbankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 20:19
Var Jón Gerald í hópi mótmælenda þarna?
Það er skiljanlegt að fólk sé illt út í útrásarmennina, en við höfum verið þekkt fyrir að fólk geti gengið óhult um göturnar hér á landi. Mér flaug fyrst í hug hvort það gæti verið að Jón Gerald Sullenberger hefði leitt þessi mótmæli ?
![]() |
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2008 | 20:10
Bara bankarnir eða allir?
Á þetta að gilda bara fyrir banka og þeirra starfsemi eða á þetta gilda fyrir öll fyrirtæki og einstaklinga?
Þykist viss um að ef þetta eigi að gilda fyrir alla þá verði stórkostlegt fjármagnsflæði úr landi eða þá að einstaklingar leggi ekki peninga inní banka.
![]() |
Leynd gagnvart skatti á ekki rétt á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 19:31
Fer þá eignum Íslendinga í Danaveldi fækkandi?
Ósköp voru Björgólfur og hans lið iðið við kolann. Við eigum víst eftir að fá vitneskju um margar eignir áður en yfir lýkur.
Ætli það hafi ekki orðið eignafærsla á Nordic Partner fyrir hrunið? Forvitnilegt hver verður skráður aðaleigandi við næsta uppgjör !
![]() |
Íslendingar buðu hátt í D'Angleterre |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 18:48
Tími til kominn !
Ég hef beðið eftir þessu lengi. Ef við Íslendingar flytjum erlendis þurfum að læra tungumál viðkomandi lands. Okkur finnst það sjálfsagt þó ekki væri nema til að okkur líði vel, getum farið og verslað inn, horft og hlustað á fréttir og bjargað okkur án túlks ef við þyrftum á læknishjálp að halda. Eins vitum við að það væri vita vonlaust að reyna að fá vinnu án þess að kunna tungumálið.
Hér hefur hingað til ekki verið lögð áhersla á þetta en svo sannarlega er tími til kominn. Einstaka atvinnurekendur senda starfsfólk sitt á námskeið og ætti það að vera algild regla ef um fólk sem kemur hingað tímabundið (1-2 ár) til starfa er að ræða. Þó ekki væri nema til að fólkinu líði betur. Margt af erlendu vinnuafli hér talar einungis sitt uppruna tungumál en kinkar kolli og segir yes yes ef reynt er að tala við það ensku. Stundum hefur þetta leiðinlegar afleiðingar.
Meira að segja á norðurlöndum verðum við að tala viðkomandi tungumál ef við ætlum að fá vinnu í verslun eða þjónustu. Enda er það alveg sjálfsögð krafa. Við erum kanski betur undin þetta búin þar sem við lærum jú dönsku í skólum svo og ensku.
Er því ekki lágmarkskrafa að fólk skilji einfaldar setningar á íslensku ef það vill íslenskan ríkisborgararétt? Að sjálfsögðu !
![]() |
Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 18:12
Siv komin í framboðshugleiðingar
Það sést að Siv er komin á fullt í framboð ! Ég kem ekki til með að kjósa framsóknarflokkinn enda hefur það verið yfirlýst skoðun mín í fjölda ára að framsóknarflokkurinn er tímaskekkja. Þrátt fyrir að framsóknarflokkurinn sé búinn að vera í stjórnarandstöðu í á annað ár ber hann ábyrgð á mjög slæmum hlutum sem hafa verið hér við lýði. Helst ber þar að nefna verðtryggingu lána og kvótakerfið.
Hins vegar má til sanns vegar færa að Ingibjörg Sólrún hefur rekið stálhnefann framan í Sjálfstæðisflokkinn. Enda hún í framboðshugleiðingum þegar hún gerði það. Ekki láta blekkjast af öðru. Það er ekkert nema hótun að segja að ef það sé ekki farið að hennar vilja þá slíti hún stjórnarsamstarfi. Hún og Davíð eru nú eftir allt saman ansi mikið lík.
![]() |
Formaðurinn með stálhnefann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 15:53
Kanski rétt en .....
Kanski engin meining á bak við það, en samt fær mann til að spá í það. Vildi hún ekki reyna að koma í veg fyrir að ljóstrað yrði upp um laun hennar sem bankastjóra Nýja Landsbankans?
Er þetta svona yfirlýsing eins og sú sem segir að enginn bankastjóri gamla bankans sé enn í störfum fyrir bankann? En samt ery yfirmenn eins og Elín ennþá...
![]() |
Landsbankinn hlutaðist ekki til um fréttaflutning DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 14:52
Þeir kunna þetta norsararnir !
Stýrivextir lækka hjá Norðmönnum til að örva hagvöxt þar. Ísland eina landið þar sem stýrivextir hækka. Og hverjir ætli hafi svo rétt fyrir sér? Seðlabankanum er vorkunn, þetta hljóta að vera kröfur alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Samspilið á milli alþjóðagjaldeyrissjóðsins annars vegar svo og evrópusambandsins hins vegar í sambandi við lánaúthlutunina er dálítið mikið ankannanleg. Er þetta líka samstarf til að þvinga okkur í evrópusambandið svona rétt áður en það lognast útaf?
Við förum fljótlega endanlega á hausinn, hækkun stýrivaxta þýðir einfaldlega verri fjárhagsgrundvöll fyrirtækja, þau fara í þrot hvert af öðru og hvað þá? Sama á við einstaklingana.
Ef fyrirtæki eru starfhæf þá borga þau fólki laun, sem aftur á móti eyðir laununum sínum (nema bankinn og húsbæðisstjórn hirði allt), meira fjárstreymi verður í þjóðfélaginu og hagvöxtur eykst. Reyndar dálítið mikil einföldun, ... en samt ...
![]() |
Norskir stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)