Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort svo verður

Nú þegar allur þessi niðurskurður er væri eðlilegt að bankarnir myndu ALVEG SLEPPA ÞVÍ.  En eru þeir ekki svo vanir því að við gleymum svo fljótt?  Kanski halda þeir að við gleymum þessum atburðum fyrir næsta veiðisumar.  Þeir voru nú drjúgir við laxveiðarnar aflóga stjórnmálamennirnir meðan þeir voru í bankastjórnum, þó þeir kæmust ekki í hálfkvisti við einkabankana undanfarin ár.

En nú er svo komið að þjóðin gleymir EKKI.  Geymt en ekki gleymt !


mbl.is Spurt um laxveiðar ríkisbankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki hræsni í veldinu x. OK, framboðið samsvarar eftirspurninni, eins og skrifað stendur í Biblíu frjálshyggjunar. En þarna virðist stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar hafa miklar og stórar áhyggjur af því að vitleysan haldi ekki áfram. Af hverju ekki að selja strax veiðileyfi á sanngjörnu verði og sjá hvernig markaðurinn hagar sér? Nei, þeir vonast eftir miklum gróða. Ljótur sveitarlegur kapitalismi.

Haukur Kristinson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurbjörg

Ég tók þessari frétt nú sem ádeilu á bankana :)

Sigurbjörg, 17.12.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: corvus corax

Ekki er nóg með að bankarnir í eigu þjóðarinnar eigi að sleppa kaupum á laxveiðileyfum heldur eigum við eigendur bankanna að krefjast þess að allur flottræfilsjeppaflotinn verði seldur og keyptir nokkrir ódýrir fólksbílar handa bönkunum ef þeir þurfa þá á annað borð að eiga bíla. En milljónalúxusbílana burt!

corvus corax, 18.12.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband