Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2008 | 23:23
Á ekki að gera meira?
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 22:49
Ef dæmið hefði snúist við og hlutabréfin hefðu hækkað ?
Gott að Birna hlaut svo góðan bata og ég er viss um að allir gleðjast mjög yfir því að hún hafi sigrast á svona erfiðum sjúkdómi. En hér er verið að spila inná tilfinningar lesenda eins mikið og hægt er. Þetta tvennt spilar ekki saman, þessi "mistök" og veikindi.
Hvernig hefði Birna tekið á því hefðu hlutabréfin hækkað mikið í verði ? Hefði þá ekki verið sjálfsagt að lagfæra mistökin? Við fáum ekki að vita það, en ótrúlegt er að það hefði verið látið kyrrt liggja.
![]() |
Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2008 | 22:33
Hver er að fela hvað?
Nú eru liðnir meira en 2 mánuðir frá því ráðherrar þurftu að boða til blaðamannafundar og segja okkur að þeir væru búnir að taka yfir íslensku bankana. Á þessum tíma hafa þeir orðið margsaga um hvað hafi gerst. Hver hafi gert hvað og hver hafi sagt það, allir kenna öðrum um og segjast munu axla ábyrgð EF um sannast að þeir hafi ekki gegnt sínu starfi nógu vel.
Þeir þvertaka fyrir kosningar, segja að ekki megi sóa tímanum í þær. Þá segja ráðherrar að það eigi að vera meira upplýsingaflæði til almennings.
Og hvað eru þeir að gera í málunum?
Jú, þar sem þeir eru að skera alls staðar niður þá skera þeir niður í efnahagsbrotadeild. Gáfulegt ! Nú er verið að tala um trúlega hafi verið framin einhver mestu efnahgasbrot sem hafa átt sér stað. Hvers vegna þá að fækka? Væri ekki ráð að auka mannskap? Hverjir gera svona nema þeir hafi eitthvað að fela? Er þetta of stórt í sniðum og of margir vinir viðriðnir?
Á að þegja allt í hel og bíða eftir að við gleymum öllu fyrir næstu kosningar?
Ef einhver hefur svar við því þá langar mig mjög mikið að vita það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 22:15
Fleiri ættu að gera slíkt hið sama
![]() |
Innri endurskoðandi óskast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2008 | 22:06
Góð byrjun
Góð byrjun hjá Ólafi, hann sér sem er að samræmi þarf að vera í launum ráðamanna. Næsta rökrétta skref fyrir hann hlýtur að vera að beyta neitunarvaldi þegar skerða á laun þeirrra lægst launuðu í þjóðfélaginu.
![]() |
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 21:14
Tími til kominn !
Mikið var ! Þessi skoðun hefði átt að koma fram fyrir mörgum árum. Eins mætti athuga með hvers vegna samkeppnisstofnun hefur ekki gert athugasemdir við matvörumarkaðinn og byggingavörumarkaðinn. Til margra ára höfum við haft 3 keðjur sem eru með næstum allan markað í matvöru. Í byggingavörunni tvo aðila. Jújú mikil ósköp, fleiri hafa reynt fyrir sér þar, ma Mest en það fór með þá eins og alþjóð veit. Óskiljanlegt hvers vegna Samkeppnisstofnun leyfði Byko og Húsasmiðjunni að kaupa allt upp á sínum tíma.
Íslendingar hafa verið sofandi í ansi mörg ár.
![]() |
Kalla á heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 02:02
Ég kaupi minn jólamat og reyndar allt hjá kaupmanninum, ekki í stórmarkaði!
Kæri Jóhannes í Bónus,
varðandi frétt þína sem vísar til að ÞÚ hafir fengið dapurlega jólagjöf á ég til fá orð. Mér finnst mjög leiðinlegt að þú eigir dapurleg jól. En finnst þér leiðinlegt að aðrir eigi dapurleg jól?
Þegar ber á góma að hillumerkingar séu ekki réttar því fólk hafi ekki tíma til að skipta um þær langar mig að biðja þig um að líta til þess tíma þegar þú byrjaðir. Lítil verslun með lítilli yfirbyggingu í litla Skútuvogi. Ég var svona efasemdarmanneskja sem trúði þeim ljóta orðrómi sem gekk um allan bæinn ... Reykjavík var ennþá bær en varla borg þó hún hefði nafnbótina. Þessar leiðindasögur sögðu að einhverjar sögur frá því að þú varst í SS .......
Ég man vel eftir því, því ég sagði við manninn minn, ok, við viljum lágt vöuverð, viljum samt góða vöu, sláum til ! Var vissum að svarið yrði: Förum ALDREI Í BÓNUS aftur, lélegt úrval.
Eftir að fara þangað,hringdum við strax og heim kom. Það nefnilega passaði ekki vöruverð 3ja vörutegunda af 7 sem við keyptum. Svörin voru (trúanlega því mikið var að geravið opnun eins og þú sagðir) vitleysa í tölvukerfinu við viljum svo sannarlega ekki svindla á neytendum (reyndar sagðirðu kaupendum).
ok, lét mig hafa það að ég ætti inni hjá þér tæplega 400 kr. eftir að hafa eytt rúmlega 3.000.- krónum. Eina sem ég þurfti að gera var að koma með strimilinn og þú "vissir" hvað um var að ræða. Sleppti reyndar að gera það því ég ákvað að sleppa því að eyða bensíni í það.
SKítt og laggot, Í dag, ef vörur eru á röngu verði vitum við hvað um er að vera. Nákvæmlega það sama og var en þú ert með svo yfirkeyrt og fátt starfsfólk að það hefur ekki tíma til að skipta um verðmiða. Þrátt fyrir að þú og hinar haga verslanir.
Reyndar er mín reynsla og flestra annara af Norvíkurverslununum (aðallega Krónunni) verri ef eitthvað er.en það afsakar ekki slóðaskap í ykkar verslunum.
Ég aftur á móti á ennþá mína uppáhaldsbúð. Margir eru hneykslaðir og segja,; það er svo dýrt þarna, þetta er ekki stórmarkaður!
Málið er, ég versla í Þinni verslun á Seljabraut (mér er sagt að Melabúðin sé líka frábær). Ég kaupi nákvæmlega það sem mig vantar, engan óþarfa og þar er frábært kjöt- og fiskborð!
Má ég sko biðja um "kaupmanninn minn" heldur en einhvern helv. stórmarkað!!!!!!!!!!!
![]() |
Dapurleg jólagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 15:20
Bleyðuskapur !
![]() |
Forstöðumenn í fréttabanni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 13:02
Flokkaflakkarinn
![]() |
Stjórnarandstöðuþingmenn deila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 12:20
Og fullt af öðrum uppsögnum en hópuppsögnum
![]() |
10 þúsund atvinnulausir um áramót? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)