Á ekki að gera meira?

Hvernig er það, eru fleiri eignir sem hagstætt væri að selja?  Var búið að selja íbúðina í París, eina þá dýrustu? Gæti verið, ég man það ekki svo vel.  En eru ekki einhver sendiráð sem má fækka um í viðbót? Ég er viss um að það megi semja við td nágrannaþjóðir okkur um ræðismannastörf. Eða þá að það mætti fækka í sendiráðum og skera niður veislur og annað sem við hreinlega höfum ekki efni á í dag.  Hvað kostar hvert sendráð, hverjar eru húseignir og bílafloti og hver er ábati okkar Íslendinga versus viðkomandi sendiráð?  Væri ekki tilvalið að setja þessar tölur á blað og leyfa almenningi að sjá þær.  Eins væri fróðlegt að sjá lista yfir starfsmenn, eru þetta í flestum tilfellum aflóga stjórnmálamenn og vinir og vandamenn? Alla veganna eru ráðherra búnir að tala um meiri upplýsingar til þjóðarinnar, þessar mættu kanski fylgja með.
mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband