Ég kaupi minn jólamat og reyndar allt hjá kaupmanninum, ekki í stórmarkaði!

Kæri Jóhannes í Bónus,
varðandi frétt þína sem vísar til að ÞÚ hafir fengið dapurlega jólagjöf á ég til fá orð.  Mér finnst mjög leiðinlegt að þú eigir dapurleg jól.  En finnst þér leiðinlegt að aðrir eigi dapurleg jól?
Þegar ber á góma að hillumerkingar séu ekki réttar því fólk hafi ekki  tíma til að skipta um þær langar mig að biðja þig um að líta til þess tíma þegar þú byrjaðir.  Lítil verslun með lítilli yfirbyggingu í litla Skútuvogi.   Ég var svona efasemdarmanneskja sem trúði þeim ljóta orðrómi sem gekk um allan bæinn ... Reykjavík var ennþá bær en varla borg þó hún hefði nafnbótina.   Þessar leiðindasögur sögðu að einhverjar sögur frá því að þú varst í SS .......
Ég man vel eftir því, því ég sagði við manninn minn, ok, við viljum lágt vöuverð, viljum samt góða vöu, sláum til !  Var vissum að svarið yrði: Förum ALDREI Í BÓNUS aftur, lélegt úrval.
Eftir að fara þangað,hringdum við strax og heim kom.   Það nefnilega passaði ekki vöruverð 3ja vörutegunda af 7 sem við keyptum.  Svörin voru (trúanlega því mikið var að geravið opnun eins og þú sagðir) vitleysa í tölvukerfinu við viljum svo sannarlega ekki svindla á neytendum (reyndar sagðirðu kaupendum).
ok, lét mig hafa það að ég ætti inni hjá þér tæplega 400 kr. eftir að hafa eytt rúmlega 3.000.- krónum.   Eina sem ég þurfti að gera var að koma með strimilinn og þú "vissir" hvað um var að ræða.  Sleppti reyndar að gera það því ég ákvað að sleppa því að eyða bensíni í það.
SKítt og laggot, Í dag, ef vörur eru á röngu verði vitum við hvað um er að vera. Nákvæmlega það sama og var en þú ert með svo yfirkeyrt og fátt starfsfólk að það hefur ekki tíma til að skipta um verðmiða.  Þrátt fyrir að þú og hinar haga verslanir.
Reyndar er mín reynsla og flestra annara af Norvíkurverslununum (aðallega Krónunni) verri ef eitthvað er.en það afsakar ekki slóðaskap í ykkar verslunum.

Ég aftur á móti á ennþá mína uppáhaldsbúð.  Margir eru hneykslaðir og segja,; það er svo dýrt þarna, þetta er ekki stórmarkaður!
Málið er, ég versla í Þinni verslun á Seljabraut (mér er sagt að Melabúðin sé líka frábær).  Ég kaupi nákvæmlega það sem mig vantar, engan óþarfa og þar er frábært kjöt- og fiskborð!
Má ég sko biðja um "kaupmanninn minn" heldur en einhvern helv. stórmarkað!!!!!!!!!!!


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Kannski er þetta lausnin, en ekki hafa allir kaupmanninn á horninu í nágrenni.  Þeim hefur víst fækkað ískyggilega undanfarin ár.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Sigurbjörg

ég veit, það er því miður ekki um marga að ræða, við höfum bara örfáa hér í rvík, og enn færri út á landi :(. En við megum ekki missa þessa fáu finnst mér, þess vegna versla ég allt sem ég get þar !

Sigurbjörg, 20.12.2008 kl. 03:12

3 identicon

Sæl.

Kann Þín verslun á Seljabraut að verðmerkja vörur?  Þeir ættu þá að halda námskeið fyrir hinar verslanakeðjurnar!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband