16.2.2009 | 11:56
Það er svo auðvelt fyrir verkalýðsforingjana
að semja um frestun á kauphækkunum fyrir þá lægst launuðu. Þeir þurfa ekki að svo mikið sem að reyna að lifa af þeim tekjum. Hvernig væri að þessir menn lækkuðu sín laun í þessi taxta laun og sleppi fríðindum eins og bílum. Ég á ekki von á að þeir gætu lifað af þeim launum.
Launafólkið greiði atkvæði um frestun hækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan aginn.Mikið er ég samála þér
Bestu kveðjurmál
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 17.2.2009 kl. 11:30
Skríllinn þarf ekkert að lifa. Hvað gera menn svo þegar skríllinn deyr?
Offari, 17.2.2009 kl. 11:36
þegar skríllinn deyr er bara fluttur inn nýr skríll á enn lægri launum !
Sigurbjörg, 17.2.2009 kl. 15:15
Það er bara orðið erfitt að finna ódýrari skríl. Pólverjarnir eru hættir að vilja vinna hér vegna lágra launa. Kannski fáum við Kínverja næst. Hvað segir Davíð þá?
Offari, 17.2.2009 kl. 16:29
Þetta er hin eiginlega verkalýðsbarátta þegar hvað harðast er sótt að launafólki og atvinnurekendur spila á ástandið sem aldrei fyrr.
Á að fresta??? Fyrir hverja vinna þessir menn??
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.2.2009 kl. 17:09
Hæstlaunuðu vilja ekki launaskerðingu,glædan. þetta eru mín laun.
Ef ég vinn sem Sjúkraliði eru launin 210.000 á mánuði fasta kaup án yfirvinnu og vaktarálag. Ef ég vinn sem leikskólakennari eru launin 260.000 á mánuði. Búin að vera á vinnumarkaðnum í 32 ár. Þetta eru ekkert rósa laun finst þer það.
En bankastjóri fær 1.750 milljón á mánuði. Hvor okkar er í meiri ábyrða vinnu.
Anna , 18.2.2009 kl. 11:41
Hvað eru svo verkalýðsforystan með í laun miðað hinn almenna félagsmann viðkomandi félags?
Það virðist vera málið að vera með sem flesta á sultarlaunum til að fáeinir útvaldir geti fengið ofur laun. Þetta virðist líka í gildi varðandi verkalýðsforystuna, því miður
Sigurbjörg, 18.2.2009 kl. 18:36
Ragnar, í dag virðast þeir vinna fyrir sjálfan sig, vonandi breytist það hjá VR í næstu kosningum !
Sigurbjörg, 18.2.2009 kl. 18:37
Ég vona að hrun landsins í efnahagsmálum muni ýta her fram breytingu í íslensku þjóðfélagi. Ýmsir aðilar, skifstofur, ríkistofnanir, bankar og fyritæki hafa fengið eftirlistslaust að mjólka her kerfið.
Þeir hafa fengið að fella krónuna,stjórna her verðlagi, stjórna her vexti bankanna, á kosnað almennings. Við almenningur höfum greitt her himinn háa vexti, himinn hátt verð á matvælum,vörum, háa skatta, og virðisauka.
Við eigu setja upp dæmið svona. Hvað ætlar ríkisstjórning að gera fyrir skattgreiðendur í landinu. Og hvert fara þeir peningar sem við greiðum í skatt.
Við þurfum heiðarlegt fólk við stjórvöldin.
Anna , 19.2.2009 kl. 12:50
Sammála síðasta ræðumanni!
Nú sem aldrei fyrr ber nauðsyn til. Til að rétta landið við úr öllum vandanum þarf að koma að stjórn sem er ekki háð flokkslýðræði, eða yfirherralýðræði. Nú þarf að endurreysa lýðræðið á Íslandi! Og stytta tímann sem þarf til að koma lögum í gegn.
Ríkisstjórn á ekki að vera inni á alþingi með puttana. Aðskilja þarf löggjafarvaldið frá framkvæmdavaldinu og snúa lýðræðinu við þannig að það sé fólkið í landinu sem setur lögin (utan af svæðum). Síðan yfirstjórn sem framkvæmir sem þjónar fólksins en ekki herrar! Sú yfirstjórn á ekki að vera þingmenn eða ráðherra inni á þingi.
Guðni Karl Harðarson, 22.2.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.