Bíddu nú við !

Hefði ekki verið hægt að fara fram á að Bretar féllu frá hryðjuverkalögunum ef við féllum frá málssókn?
Eftir allar fyrri yfirlýsingar Steingríms er hann samþykkur þessu? Var hann bara að hugsa um ráðherrastól þegar hann var með stórar yfirlýsingar ÁÐUR en hann tók við embætti ?
Þetta er ótrúlegt! Ég sem hef talað gegn því að fólk flytjist úr landi, er svo sannarlega hætt því núna. Styð heilshugar þá ákvörðun þeirra fjölmargra sem hugsa sér til hreyfings eftir þessar fréttir.

mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir kanski átt að hugsa fyrr og sleppa stuðningi við dósaberjarastjórnina.

Það var vita að Steingrímur er og verður aldrei neitt annað en froða.

Væntanlega greiðir þú Sjálfstæðisflokknum atkvæði þitt þegar þú ert búin að horfa uppá hvert ruglið á eftir öðru í þessari stjórn og SJS étandi allt ofan í sig og leggjandi blessun sína yfir það sem fyrri stjórn var að gera undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigurbjörg

Það eru fleiri kostir en þessir tveir Ólafur ! Og sem betur fer. Og að sjálfsögðu verður ekki horft framhjá verkum þessarar ríkisstjórnar frekar en hinnar sem á undan fór. Að ég tali nú ekki um hi slæmu verk ríkisstjórnar framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks til langs tíma.

Sigurbjörg, 25.2.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Anna

Mer skils að G.Brown aflettir ekki hryðjuverkalögin fyrr en við höfum greitt skuldina við Icesave. Sem er ekki fræðilegur möguleiki þar sem við eigum ekki peninga til þess nema að hluta til. Ég tel að auðmenn ættu að greiða her all stóran hluta af skuldinni. Ef einhver gerði nú eitthvað í málunum og fristu eigur auðmanna áður en þeir selja allt til síns eigins fyrirtæki aftur. Þá væri her stór hluti hægt að greiða með eigum auðmanna.

Anna , 25.2.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband