Þetta er að sjálfsögðu ótækt

að ekki sé auglýst staða bankastjóra heldur bara að bankaráð ákveði að taka einn innan sinna raða og setja hann sem bankastjóra. Þetta er ekki trúverðugt eftir allt það svindl og svínarí sem átt hefur sér stað. Fyrst ráðin bankastýra, starfsmaður sem var í ábyrgðarstöðu hjá fyrri eigendum bankans. Tryggvi einkavinur Jóns Ásgeirs síðan ráðinn í ábyrgðarstöðu, átti trúlega að klóra eitthvað yfir skuldir Baugs við bankann eða kanski að stuðla að enn frekari lánum til Baugs.

Hvernig er það, voru ekki allir pappírstætarar fjarlægðir þegar rannsókn á bankanum hófst? Er kanski enn verið að tæta þarna?

Hvernig væri að leita út fyrir bankaráðið eftir bankastjóra, er það ekki sanngjörn krafa viðskiptavina? En kanski vill Ásmundur bara fara á eftirlaun eftir næstu stöðu og þá er fínt að bæta við smá eftirlaunum bankastjóra, eða hvað?


mbl.is Mótmæla ráðningu Ásmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband