4.2.2009 | 22:21
Biðlaun handa þurftalingum.
Að sjálfsögðu þurfa þessir bankastjórar Seðlabankans biðlaun og við skulum bara borga með brosi á vör!
Við skulum líka borga með brosi á vör biðlaun til þeirra sem eru að hætta hjá Fjármálaeftirlitinu.
Eins skulum við borga með brosi á vör biðlaun til ráðherra fráfarandi ríkisstjórnar.
Munum líka að borga með brosi á vör biðlaun annarra í álíka stöðu og þessir vesalingar, svo sem eins og ráðuneytisstjórum sem seldu hlutabréfin áður en þau féllu.
Hugsum líka með brosi á vör til allra bankastjóra fyrrverandi banka sem fengu sína uppbót fyrir pappírshagnað á ársreikningum.
Hugsum líka með brosi á vör til allra sægreifanna sem eru búnir að braska með kvótann og vilja síðan að ríkisstjórnin komi þeim til hjálpar núna til að þurfa ekki að hafa fyrir að millifæra peninga til Íslands. Endilega skulum við borga enn meira til þeirra og að sjálfsögðu með brosi á vör.
Verum ánægð með að borga þessum öllum, því greyin hafa vart til hnífs og skeiðar. Þeir hafa verið á þvílíkum sultarlaunum að það er til skammar.
Spörum hins vegar þar sem kemur að öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Og gleymum ekki atvinnulausum heldur. Þetta fólk hefur ekkert að gera við meira en það fær nú þegar, því það er sko þeim að kenna að þjóðin er gjaldþrota !
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru þau tekjutengd?
Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 22:43
Biðlaunin að sjálfsögðu. Atvinnuleysisbæturnar eru tekjutengdar í 3 mánuði að hluta til fyrir þá sem eru ofar lágmarkslaunum. Eftirlaun almennings ... tekjutengd að hluta en stærsti hópur þeirra sem er á eftirlaunum í dag fær greitt frá tryggingarstofnun stóran hluta.
Eftirlaun ráðherra og fleiri ráðamanna eru náttúrulega í dag ekki í takt við almenning, en sjáum til hvort þessi ríkisstjórn gerir það sem hún lofaði í sambandi við eftirlaun ráðherra og þingmanna.
Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.