Er ekki nóg til af kirkjum?

Þessi fína kirkja til þarna, Lágafellskirkja.  En nei, best að eyða dálítið meiru í að kyrkja fólk .. sorry ég meina kristna fólk! Aldrei of mikið af því gert!  Þannig að endilega ekki eyða peningunum í heilbrigðismál eða menntamál, alls ekki neitt varðandi félagslega kerfið, börn eða eldri borgara. 

Nei alls ekki eyða í neitt nema kirkjur á þessum tímum, því það hlýtur að vera guði svo sannarlega þóknanlegt .... eða hvað?


mbl.is Hönnunarsamkeppni um kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ört stækkandi söfnuðir kalla á stærri kirkjur. En ég hygg að almættinu sé nú nokk sama um glæsileikann, enda býr það ekki þar. "Þannig að endilega ekki eyða peningunum í heilbrigðismál eða menntamál, alls ekki neitt varðandi félagslega kerfið, börn eða eldri borgara." Kirkjan er einmitt hluti af félagslega kerfinu. Tékkaðu á því sem kirkjur gera fyrir eldri borgara og börn.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 4.2.2009 kl. 20:06

2 identicon

Ég verð nú að vera í liði með Sigurbjörgu varðandi þetta mál. Stór hluti af okkar peningum sem að við borgum til Mosfellsbæjar fer eingönngu í eitthver menningarmál eins og Listamaður Mosfellsbæjar, Miðbæjartorg sem að er á alveg hrillilega lélegum stað og samkvæmt síðasta skipulagi sem að ég sá í mosfellingi átti kirkjan að vera inní þessum kjarna tengjast bæjartorginu en vera staðsett eitthverstaðar þar sem gamla krónan. Það finnst mér hærðilegar staður og mjög ósmekklega valið, ekkert nema verslanir í kringum hana.

Mín skoðun er sú að kirkjur eiga að vera nálægt samfélaginu en ekki alveg það nálægt að það sé ósmekklegt. Þessi staður sem að ég sá síðst kallast ósmekklegt fyrir mér

Lilja Ólafsdóttir

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Sigurbjörg

Grétar, að það þurfi að eyða fullt af peningum í steinsteyputákn þegar nóg er til kirkjum sem meira og minna eru tómar nema um jól og páska, finnst mér segja nóg. 

Eins langar mig að benda þér á að trúfrelsi ríkir á Íslandi og því gæti það verið hægt að túlka sem mismunun trúflokka að sveitarfélög og ríkið yfir höfuð séu að standa í þessu brölti. 

Þá er krafan um aðskilnað ríkis og kirkju mjög eðlileg en kirkjan vill það að sjálfsögðu ekki.  Enda vön því að fá fé frá landanum frá upphafi, með góðu eða illu.

Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ekki ætla ég að skipta mér af skipulagsmálum í Mosfellsbæ. Það ku vera nóg um þrætur í því ágæta bæjarfélagi um slík mál. Það er mjög athyglisverður punktur hjá Sigurbjörgu varðandi mismunun trúfélaga í þessu samhengi. Það ætti þá að minnsta kosti að bjóða bahaíum, ásatrúarmönnum og múslímum að vera með musteri á sama stað. En ég geri ráð fyrir að svona mál séu í einhverju ákveðnu ferli innan ríkis, sveitarfélaga og kirkju.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.2.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Úps ég gleymdi að bæta við; Kirkjan er ú þegar að mestu sjálfstæð. Fáðu upplýsingar um þetta mál á biskupsstofu.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.2.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband