3.2.2009 | 09:27
Lokaður inní fílabeinsturni ?
Hvar hefur Halldór Blöndal verið síðasta árið? Einhvers staðar þar sem ekki er hægt að nálgast fjölmiðla? Að minnsta kosti virðist hann ekki hafa lesið blöð, hlustað á útvarp eða sjónvarp. Kanski hefur hann bara verið lokaður inní fílabeinsturni einangraður með Davíði Oddssyni og co. Bankaráð og bankastjórn Seðlabankans hefur kosið að skella skollaeyrum við allri gagnrýni á störf bankans, efnislegri og óefnislegri, faglegri og ófaglegri. Stundum er betra að þegja, það ætti Halldór orðið að vita.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Láir þér hver sem vill spyrjandi svona. Hann hefur ekki verið á meðal almennings í landinu klárt mál!
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:38
Sammála
Sigurbjörg, 3.2.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.