Sundurliðun takk!

Hvernig væri að birta sundurliðun á þessu? Hvað eru bein laun ráðherra annars vegar og þingmanna hins vegar, hvað eru hlunnindi, hvað eru laun fyrir nefndarstörf, hvað er ferðakostnaður og risna etc. Væri jafnvel ráð að fækka þingmönnum, komumst við ekki af með færri?
Ég er nokkuð viss um að megi spara þarna, í utanríkisþjónustunni svo og í styrkjum til stjórnmálaflokka. Ekki veitir af að spara meira þarna líka, það vantar sárlega fjármagn í heilbrigðisþjónustuna.
mbl.is Alþingi lækkar kostnað sinn um 215 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála það má fækka þeim nóg vitleisa samt

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Anna

Svo mætti loka kríma stofnanir bankanna. Heilmingurinn af þeim má loka. Það mundi spara þjóðina marga milljara króna. Þarf sem bankarnir stálu fé landmanna. Sem kemur her fram her í annarri frétt.

Anna , 19.1.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það má fækka þeim um helming, kommon, við erum 320.000 með 64 þingmenn!

Rut Sumarliðadóttir, 19.1.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

þetta er 31 milljón á þingmann.  Alveg væri ég til í 31 milljón, þó ekki væri nema eitt ár.  Myndi alveg redda mér í mörg ár.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2009 kl. 11:47

5 identicon

Var einmitt búin að minnast á sundurliðun í næstu færslu fyrir ofan. Ég er viss um að það má líka fækka utanlandsferðum þingmanna, landsmönnum að skaðlausu . Það gæti sparað okkur drjúgan pening af Saga class (eða einkaþotum!), 5-stjörnu hótelum að ógleymdum dagpeningum.

Rosalega verður maður reiður núna þegar maður veit að þau vissu af komandi hruni í sumar, þegar þau víluðu ekki fyrir sér að taka einkaþotu á fund í Brussel. Rosalega er þetta spillt pakk. Það er ekki nóg að fá kosningar, við þurfum nýtt fólk og nýja flokka. Ágæt þingmannalaun væru 500þús og ráðherralaun 700þús og annað eftir því niður allan skalann nema láglaunafólkið sem aldrei fékk annað en lyktina af gróðærinu.

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:06

6 Smámynd: Sigurbjörg

Þeir eiga trúlega ekki eftir að birta sunduliðun, en kanski sjá þeir sóma sinn í því. Er sammála því að það má fækka þingmönnum um helming, nóg að hafa þá 31.

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband