Á krepputímum ber ríkinu að framkvæma

ýmsa hluti. Til dæmis að halda uppi atvinnu. Það er margt sem hægt er að gera, fara í vegaframkvæmdir, klára byggingar sem byrjað er á, viðhald ýmis konar og þjónustu. Hvernig ríkinu gengur að fá lán til þess er annað mál en kanski væru lífeyrissjóðirnir reiðubúnir að lána í þennan flokk, væri síst vitlausara en að kaupa stóra hluti í nýju bönkunum.
Ef ekkert er að gert hvernig verður staðan þá í mai þegar skólarnir klárast? Er eitthvað farið að hugsa til viðbragða við þeim fjölda sem bætist við á vinnumarkaðnum þá?
mbl.is Yfir 11.300 atvinnulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er rétt en því miður tókst auðvaldinu að þurrmjólka allt fjármagn úr landi svo engan veginn er hægt að fjármagna framkvæmdir.  Það kostar líka helling að fela spillinguna.

Offari, 15.1.2009 kl. 12:49

2 identicon

Við getum framleitt það sem okkur sýnist af krónum til þess að fjármagna ríkisútgjöld. Vandinn er að það lækkar gengi krónunnar.

Persónulega finnst mér samt að það eigi að gera það vegna þess að lágt gengi tryggir jákvæðan viðskiptajöfnuð (útflutningur vs. innflutningur við útlönd) sem er einmitt það sem við þurfum mun frekar en hátt gengi. Það er sama hvað gerist, Ísland sem hagkerfi er búið spil og við verðum að byrja upp á nýtt. Það gerum við með því að flytja út meira en við flytjum inn. Við höfum eytt langt umfram efni seinasta áratuginn og verðum bara að gjöra svo vel að borga það til baka. Við höfum ekkert val. Ísland spilaði, veðjaði og tapaði og það þýðir ekkert að láta eins og þetta geti gengið upp, hvorki til skemmri tíma né lengri tíma.

Hitt er að stjórnvöld eru svo gjörsamlega vanhæf að þau munu aldrei átta sig á þessu. Ég spái enn meiri hörmungum á fyrri parti þessa árs.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt Offari, en það mætti kanski vera með einhverjar tilfæringar. 

Sigurbjörg, 15.1.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurbjörg

Rétt Helgi við höfum ekkert val.  En mér finnst ekki rétt að segja "Ísland spilaði, veðjaði og tapaði"  Rétt væri að segja að fáir útrásarmenn hafi með aðstoð ríkisstjórna, fjármálaeftirlits og seðlabanka gert þessa hluti.  Við öll hin verðum svo að borga það.

Sigurbjörg, 15.1.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband