5.1.2009 | 19:18
Það þarf að byrja aftur sem fyrst!
Á krepputímum ætti að vera uppbygging af hálfu ríkisins. Það má ekki gleymast að ef ekki verður haldið áfram með byggingu Tónlistarhússins tapast fjölmörg störf. Eins megum við ekki gleyma menningunni. Það vantar tónlistarhús hér á landi því án menningar verðum við andlaus. Það er nóg fyrir Íslendinga að vera í fjárhagslegri kreppu þó við séum ekki í andlegri kreppu líka.
Það verður að halda áfram með uppbyggingu. Stjórnvöld verða að finna leiðir til að framkvæma. Halda áfram með það sem byrjað hefur verið á og bæta við framkvæmdum td í gatnagerðar- og vegamálum. Nóg er þar að laga. Þau störf sem skapst við uppbyggingu eru mörg og það þarf svo sannarlega að gera eitthvað til að halda uppi atvinnu hér. Allt hjálpar !
Vinnu við Tónlistarhúsið frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar ekki, það þarf að halda uppi atvinnu hérna. Að sjálfsögðu þarf að endurskoða kostnaðinn við bygginguna.
Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 21:22
Sammála, nóg komið af þeim í bili, en samt á áætlun meira
Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 22:45
Snobbfólkið er gjaldþrota, þannig að við höfum ekkert að gera við þetta hús lengur.
Allavega, þá vil ég eyða þessum 14 milljöðrum í eitthvað annað, en þetta use less tónlistarhús.
Cartman, 5.1.2009 kl. 22:58
Skil ekki hvernig þú getur sett samasem merki á milli tónlistar og snobbs. Þú kanski hlustar ekki á tónlist eða hefur gaman af henni. Tónlist er ekki snobb mikill hluti tónlistar eru alþýðulist. En allir eiga rétt á sinni skoðun :)
Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 23:03
Ég hlust mjög mikið á tónlist og hef sjálfur lært á píanó. Tónlist er ekki snobb, en þetta hús er snobb.
Ég skil ekki afhverju er verið að byggja þetta hús, þegar tónlistarhúsið í kópavoginum er alltaf með hálftóman sal og það tekur 300 manns. Og afhverju að hafa 2 tónlistarhús? Síðan höfum við líka háskólabíó. Hefur þú farið á tónleika í salnum?
Ég vil allavega eyða, eins og ég sagði áðan 14.000.000.000 kr í eitthvað annað
Cartman, 5.1.2009 kl. 23:20
Hef farið töluvert á tónleika í gegnum tíðina. Í salnum í Kópavogi að sjálfsögðu líka. Persónulega hefur mér þótt vanta tónlistarhús í Reykjavík lengi. Engan veginn nógu góður hljómburður í Háskólabíói. Einnig finnst mér að endurskoða megi suma þætti verkþætti hússins sem lúta að útliti gleri og þess háttar, viss um að það megi finna ódýrari lausn. Arkitektarnir hljóta að geta fundið aðrar lausnir sem kosta ekki svona mikið. Svo finnst mér varla hægt að hafa þetta þarna svona mikið óklárað .....
Sammála um að það er margt þarft hægt að gera fyrir þennan pening. Og ugglaust betra á þessum tímum. En það mætti td fá pening af fjárlögum sem fara til sendiráða og þjóðkirkjunnar svo eitthvað sé nefnt.
Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.