22.12.2008 | 12:17
Ertu ekki að djóka Geir?
Hvers vegna vissi forsætisráðherra þetta ekki, og ekki aðstoðarmenn eða embættismenn? Gildir þetta yfir alla ráðherra ?
Hverjum gaf breska fjármálaráðuneytið þetta tilboð?
Þetta hljómar mjög svo ótrúlega í mín eyru. Mér finnst þetta hljóma eins og flest annað bull sem kemur frá þessari ríkisstjórn, hver sagan á fætur annarri. Algjör sápuópera þar sem spillingin er ráðandi
Hverjum gaf breska fjármálaráðuneytið þetta tilboð?
Þetta hljómar mjög svo ótrúlega í mín eyru. Mér finnst þetta hljóma eins og flest annað bull sem kemur frá þessari ríkisstjórn, hver sagan á fætur annarri. Algjör sápuópera þar sem spillingin er ráðandi
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sápuópera,,?? Ég leyfi mér að leiðrétta,, ''Hryllings ópera'' Geir er leikstjórinn og dabbi hljómsveitarstjóri,, Leikararnir haga sér eins og smákóngar á sviðinu,,
bimbó (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:26
Bíðið.....Var þá alt rétt sem Björgólfur Thor sagði???? Svöruðu þeir ekki tilboðinu vegna þess að þeir vissu ekki neitt......mennirnir sem áttu að standa á vaktini vitandi um yfirvovandi ástand. Eru þetta algjörir asnar ????
Snúður (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:29
Ég fer ekkert ofan af því að þetta fólk gengur á einhverjum sterkum lyfjum. Því það veit ekki, eða man ekki, frá einum degi til annars. Yfirleitt veit það ekki neitt.
Guð minn góður, svo segist þetta fólk ætla að leiða okkur út úr vandanum.
Er því ekki vorkunn að trúa þessu sjálft?
J.Þ.A (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:33
Það er eitthvað mjög einkennilegt við vinnubrögð ráðherra. Þeir ýmist vita eða vita ekki, sem sýnir bara eitt. Þeir eru gjörsamlega vanhæfir og það væri löngu búið að reka þá ef um væri að ræða starf í einkafyrirtæki.
Sigurbjörg, 23.12.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.