22.12.2008 | 08:27
Réttar forsendur ?
Íslendingar versla heima fyrir en ekki erlendis fyrir þessi jól. Eins hefur aukning ferðamanna aukist töluvert og kanski hluti af skýringu jólaverslunar. Hef nú varla trú á því að hinn almenni Íslendingur eyði jafn miklu fyrir þessi jól og áður. Hækkanir eru ótrúlegar og kanski eru kaupmenn að miða við sömu krónutölu í sölu en það þýðir töluverða hækkun.
Ótrúlegasta hækkunin sem ég hef orðið vör við á raftækjum er verð á brauðvélum. S.l.vor var verð á þeim frá 4.995.- en nú sá ég ódýrustu á 13.900.- í sömu verslun. Mér finnst þetta dálítið meira en fall íslensku krónunnar .....
Kanski mættu kaupmenn líka athuga með að lækka aðeins % álagningu á vörum sem eru á hærra verði.
Ótrúlegasta hækkunin sem ég hef orðið vör við á raftækjum er verð á brauðvélum. S.l.vor var verð á þeim frá 4.995.- en nú sá ég ódýrustu á 13.900.- í sömu verslun. Mér finnst þetta dálítið meira en fall íslensku krónunnar .....
Kanski mættu kaupmenn líka athuga með að lækka aðeins % álagningu á vörum sem eru á hærra verði.
Jólin greidd út í hönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kaupmenn eiga að halda sömu álagningu í krónum talið.
T.d. vara sem var keypt inn á 30 ISK og er seld á 200 ISK út úr búð og er innkaupsverðið núna 60 ISK. Þá á að selja hana á 230 ISK út úr búð. Það er réttlátt gagnvart neytendum og skuldsettum fjölskyldunu.
Mér finnst samt líklegast að útsöluverðið á svona vöru sé nær 400 ISK í dag...
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:18
maður á bara að færa jólin hjá sér aðeins aftar, þá er þetta allt komið á útsölu
SM, 22.12.2008 kl. 09:31
Það er svo margt sem ætti að vera en er ekki. En ég man nú eftir því hvernig var þegar tvö núll voru tekin af krónunni. Þá fór ég í byggingavöruverslun þar sem skrúfa hafði kostað 50 krónur. Eftir myntbreytinguna var hún seld á 5 kr. í stað að rétt hefði verið 50 aurar. Enda er þessi sama verslun ansi stór í dag.
Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.