21.12.2008 | 22:49
Ef dæmið hefði snúist við og hlutabréfin hefðu hækkað ?
Gott að Birna hlaut svo góðan bata og ég er viss um að allir gleðjast mjög yfir því að hún hafi sigrast á svona erfiðum sjúkdómi. En hér er verið að spila inná tilfinningar lesenda eins mikið og hægt er. Þetta tvennt spilar ekki saman, þessi "mistök" og veikindi.
Hvernig hefði Birna tekið á því hefðu hlutabréfin hækkað mikið í verði ? Hefði þá ekki verið sjálfsagt að lagfæra mistökin? Við fáum ekki að vita það, en ótrúlegt er að það hefði verið látið kyrrt liggja.
Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún hefði farið í mál við bankann og átt rétt á leiðréttingu þar sem hlutabréfin áttu að vera hluti af kjörum hennar. En hún var heppin að komast yfir veikindin og að lögfræðideildin klúðraði málinu ég gagnrýni hana ekki en svona eru hlutirnir stundum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.12.2008 kl. 22:58
Trúlega það sem allir myndu hafa gert. En við þessar aðstæður er eðlilegt að hún sé í þeirri stöðu sem hún er í dag? Bankastýra sama banka?
Sigurbjörg, 21.12.2008 kl. 23:09
jamm má reikna með því, það virðist allt ritskoðað hérlendis
Sigurbjörg, 23.12.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.