17.12.2008 | 23:37
Enn fleiri dauð atkvæði
Enn fleiri dauð atkvæði falla ef margir nýir flokkar koma inn. Það verður líklega til þess að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verða áfram við völd að viðbættum Framsóknarflokki ef hann þurrkast ekki út loksins. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir okkur, en einnig Samfylkingin.
VG, Frjálslyndir og Íslandshreyfingin ... 3 flokkar í viðbót. Síðan bætist Framfaraflokkurinn við og jafnvel Kolfinna og Jón Baldvin eða einhverjir aðrir með enn einn flokk. Hvar falla atkvæðin? Líklega einhvers staðar dauð því miður.
Það væri heillaráð að kjósa einhvern af þeim 3 flokkum sem eru í stjórnarandstöðu ... sorry ég tek ekki framsókn með en eins og ég segi hér á undan bera þeir einna mesta ábyrgð.
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri að losa sig við 5% regluna og kjósa um fólk, frekar en flokka?
Villi Asgeirsson, 18.12.2008 kl. 08:20
Að kjósa um fólk en ekki flokka væri það eina rétta. Og að gera þingmenn og ráðherra ábyrga sinna gjörða. Spurning hvenær það verður hér
Sigurbjörg, 18.12.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.