Eru þetta ekki of mikil höft og of háir skattar ?

Ef við værum stærra land og ef allir væru með fleiri rásir en ríkissjónvarpið væri þetta frumvarp skiljanlegt.  En það eru ekki allir landsmenn sem ná nema RÚV og hvað með rétt auglýsenda til að ná til þeirra?  Það hafa ekki allir efni á stöð 2 og ekki allir sem nenna að horfa á allar þessar auglýsingar sem eru á skjá 1.  Ég tek það fram að ég er ekkert hrifin af auglýsingum, stend yfirleitt upp á meðan þær eru.  Enn eitt, fyrir mjög margar fjölskyldur er þetta mjög mikil hækkun á RÚV afnotagjöldum.  Ansi margir skólakrakkar búa hjá foreldrum og fyrir fjölskyldu með 3 börn á skólaaldri (þe eldri en 16 ára) þýðir þetta tvöföldun á afnotagjaldi.  Í einu tilfelli er þetta réttlætanlegur nefskattur, en það er fyrir þá sem búa einir.  Ég held að þetta komi til með að fækka töluvert áskrifendum af stöð 2 td.  
mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta 1% sem nær bara RÚV getur lesið blöð og séð þar auglýsingar og þar ná auglýsendur til þeirra en ég er nokkuð viss um að þeir hafi ekki miklar áhyggjur af 1% en eftir árið 2010 er meiningin að þetta verði orðið 0% að mér skilst.

En fyrst fólk fílar auglýsingar svona illa þá skil ég ekki hvernig það getur verið á móti auglýsingafríu RÚV. Hvernig eru auglýsingar á Skjá Einum verri en á RÚV eða Stöð 2 samt? Það er svipað magn á auglýsingum á skjánum og rúv samkvæmt tölunum frá stöðvunum (reyndar ekki alveg með þessar tölur á hreynu en man að það var rætt um það í Málefninu sem var sýnt á Skjá Einum).

Ég get samt ekki séð að það sé mikil hækkun fyrir fólk þar sem 3000 kallinn á mánuði dettur út sem er samtals 36000 á ári en nefskatturinn er 17900 á ári fyrir einstaklinginn sem geriri 35800 fyrir þessa tvo. Það er 200 krónum minna. Get því ekki séð hækkun nema fyrir fólk sem er meðfullorðin börn sem vinna ekki neitt inná heimilinu. Mér lýst vel á þetta en vildi bara að það hefði verið tekið alla leið.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Sigurbjörg

Reyndar eru það ekki auglýsingarnar á milli þátta, heldur auglýsingarnar inní þáttum sem flestir eru þreyttir á.  Stöð 2 er líka með það stundum og ef þeir halda áfram með það ætla ég að hætta með þá stöð og hef heyrt um marga aðra sem segja það sama.

Ef þú ert með 3 krakka eldri en 16 ára á heimilinu, skiptir ekki máli hvort þau vinna eða ekki er þetta töluverð hækkun fyrir heimilið.  Það er það sem ég var að benda á.  Helmingshækkun takk fyrir !

Sigurbjörg, 9.12.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband