ótrúlegt ?

Við höfum í langan tíma búið við skrítna skráningu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.  Eins höfum við búið við skrítna vísitölu í langan tíma, jafnvel enn lengri.  En það er bara gaman að þessu öllu, 20 dagar til jóla og kanski lækkar vöruverð eitthvað og þar með vísitalan og vísitölulánin hækka ekki alveg eins mikið .... kanski verður hægt að fleyta okkur áfram á meðan þessi krísa er að ganga yfir ... amk fram að næstu kosningum ! LoL
mbl.is Fleyting gekk framar vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Fleyta áfram á kostnað hvers? Kannski á að brenna IMF lánið til þess að almenningur haldi að krónan sé að styrkjast (að vísu hvergi nema á Íslandi).

Sjá gegnið í Evrópska seðlabankanum

Latest (4 Desember 2008): EUR = ISK 290.00

http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-isk.en.html

Þór Jóhannesson, 4.12.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Sigurbjörg

góð spurning :)

Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef hægt er að kaupa evrur á 170 íslenskar krónu á millibankarkaði á íslandi og einhverjir fávitar eru að borga 290 kr fyrir hana hjá evrópska seðlabankanum, Þá er það eiginlega bara þeirra vandamál, og hefur augljóslega ekkert að gera með gengi íslensku krónuna.

Guðmundur Jónsson, 4.12.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það hafa greinilega margir orðið fyrir gríðlegum vonbrigðum að krónan skyldi styrkjast í dag. Maður á svolítið erfitt að skilja slíkt fólk.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.12.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Sigurbjörg

Ragnar, ég held að allir Íslendingar, þar á meðal ég, hafi orðið mjög glaðir við þessa frétt.  En er hún rétt verðlögð hér? Ef svo er þá verðum við öll mjög glöð! Reyndar erum við orðin mjög þreytt á ósönnum fréttum og óskandi að því linni.  Líklega vantar trú á að þetta breytist ekki á morgun! ... en sjáum til, kanski verður krónan bara einhvers virði aftur, það væri óskandi :)

Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband