Peningamarkaðssjóður?

Bara nafnið segir að þetta er ekki tryggt.  Sjóðir byggðir á hlutabréfum eru ekki tryggðir.  Ef þeir sem átt hafa í hlutabréfasjóðum fá skattaafslátt þá á almenningur sem átti hlutabréf að fá skattaafslátt líka ! Vona að talsmaður neytenda gleymi því ekki !
mbl.is Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Góð spurning, verð að viðurkenna að ég átti hvorki hlutabréf né í peningamarkaðssjóðum, en ég er nú bara þessi venjulegi Íslendingur sem þarf á fleiri en einu starfi að halda hehehe

Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 19:25

2 identicon

Bara að benda þér á það að peningamarkaðssjóðir voru ekki með fjárfestingar í hlutabréfum, heldur skuldabréfum.  Þ.e.a.s. lánum milli bankanna sjálfra og til fyrirtækja, engöngu innlendum ef ég man rétt, allavega að mestu leyti.  Og samkvæmt því sem ég hef heyrt og skilið þá voru þetta nokkuð jafn réttháar kröfur á bankana og hefðbundnir innlánsreikningar fyrir neyðarlögin.  Þannig að þetta hafi verið að gambla með peningana, ég er ekki sammála því.

 Ég tek það fram að ég og mín fjölskylda átti aðeins af peningum þarna inni, en ég er ekkert að væla yfir þessu.  Við fengum þarna góða ávöxtun sem svo gekk að mest öllu leiti til baka, en ég get líka skilið að þeir sem nýlega voru sannfærðir um að setja peningana sína þarna inn og áttu ekki uppsafnaða ávöxtun séu mjög reiðir.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurbjörg

Ég skil vel reiði fólks gagnvart markaðssjóðunum og ég þekki marga sem áttu í þeim og sumir þeirra aðeins í stuttan tíma.  En það má líka benda á að margir keyptu hlutabréf í bönkunum og öðrum fyrirtækjum sem voru sögð "gulltryggð" ávöxtun.  Því finnst mér eðlileg krafa að taka upp þeirra mál einnig.

Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 22:56

4 identicon

Þeir sem hafa tapað peningum af einvherjum ástæðum geta bara sótt um skattafslátt ef þeim sýnist svo.  Ég ætla að aðkoma talsmanns neytenda að málefnum peningamarkaðssjóðanna umfram annað eigi sér þá eðlilegu skýringu að þarna er einfaldlega um venjulegan sparnað að ræða sem skilin var eftir þegar ríkið ákvað að tryggja öll innlán.  Það er fullkomleg út í hött að ræða peningamarkaðssjóði í tengslum við húsnæðlán, hlutabréf o.s.frv.. Þeir sem ætlað er að tapa sínum venjulegu innlánum í peningamarkaðssjóðum, eru í sömu stöðu og aðrir landsmenn hvað varðar hækkun íbúðalána sinna, lækkunar fasteignaverðs og taps á hlutabréfum.

Tapið í peningamarkaðssjóðunum er einfaldlega minna boðlegt enn annað tap sem að ofan er nefnt!! 

Loki (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:21

5 identicon

Peningamarkaðssjóðir, sem eru alls ekki byggðir á hlutabréfum, heldur skammtíma skuldabréfum og víxlum bankanna og ríkissjóðs, voru, fyrir neyðarlögin, öruggasta fjárfestingin sem almenningi stóð til boða fyrir utan hrein ríkisskuldabréf, enda rétthærri en innistæður í bönkunum auk þess að vera með dreifðari áhættu, þ.e. hefðu skerst lítið þó að einn bankanna hefðið farið á hausinn. En með neyðarlögunum var leikreglunum breytt þannig að innistæðurnar voru settar framfyrir skuldabréfin og því urðu innistæðurnar "skyndilega" öruggari. Að kalla fólk gamblara sem keypi í þessum sjóðum er lýsir því mikilli vanþekkingu. Þetta var minna gambl en að eiga peninga á bankareikningum (a.m.k. umfram 3 millj. kr.) nema allir hefðu átt að sjá fyrir neyðarlög ríkisins.

Haukur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband