Færsluflokkur: Bloggar

Þetta er að sjálfsögðu ótækt

að ekki sé auglýst staða bankastjóra heldur bara að bankaráð ákveði að taka einn innan sinna raða og setja hann sem bankastjóra. Þetta er ekki trúverðugt eftir allt það svindl og svínarí sem átt hefur sér stað. Fyrst ráðin bankastýra, starfsmaður sem var í ábyrgðarstöðu hjá fyrri eigendum bankans. Tryggvi einkavinur Jóns Ásgeirs síðan ráðinn í ábyrgðarstöðu, átti trúlega að klóra eitthvað yfir skuldir Baugs við bankann eða kanski að stuðla að enn frekari lánum til Baugs.

Hvernig er það, voru ekki allir pappírstætarar fjarlægðir þegar rannsókn á bankanum hófst? Er kanski enn verið að tæta þarna?

Hvernig væri að leita út fyrir bankaráðið eftir bankastjóra, er það ekki sanngjörn krafa viðskiptavina? En kanski vill Ásmundur bara fara á eftirlaun eftir næstu stöðu og þá er fínt að bæta við smá eftirlaunum bankastjóra, eða hvað?


mbl.is Mótmæla ráðningu Ásmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki brandari ?

Þetta hlýtur að eiga að vera brandari ársins. Dýralæknir sem fyrir hrakfallaleg mistök flokkssystkina sinna komst í stöðu fjármálaráðherra og maður sem dundaði sér við að útbúa "listaverk" úr grjóti og járni meðan hann dvaldi upp í sveit á kostnað ríkisins berjast um fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Mig langar að koma því á framfæri við þessa tvo að það er líf eftir þingmennsku.  Árni M. getur örugglega fundið veik dýr sem hann getur hjálpað og Árni J. getur örugglega raulað eitthvað um kartöflugarða fyrir mávana og lundana í Eyjum.


mbl.is Árni Mathiesen áfram í kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hans tími er liðinn

hann bara skilur það ekki ennþá.
Trúlega finnst honum skynsamlegt fyrir sig að verða "fórnarlamb" ofsókna, að hann "haldi andlitinu" þannig.
Kanski heldur hann að ríkisstjórnin þori ekki að láta verða af því að reka hann.
Kanski gerir hann sér ekki grein fyrir því að meginþorri fólks vill hann í burtu.
Kanski heldur hann að með því að sitja sem fastast takist honum að bjarga landinu.
Kanski er hann bara bulla sem heldur að með svona fyrirlitningu á öðrum komist hann upp með að sitja áfram.
Kanski er hann svona mikið veruleikafirrtur að halda að hans sé þarfnast til að klúðra fleiri málum.
Kanski heldur hann að með því að láta reka sig fái meðaumkvun samborgara sinna.
Kanski heldur hann að með því að láta reka sig losni hann undan ábyrgð.

Hann veit trúlega hversu miklum ógöngum Ísland er í og vill ekki að sér sé kennt um, en hann ber vissulega sína ábyrgð. Hvort sem hann er nógu stór maður til að viðurkenna það er annað mál.

Það er ekki fyndið að horfa uppá Davíð gera þessi mistök að ætla sér að sitja áfram, en að sama skapi dálítið fyndið að sjá hvaða völd hann hefur yfir meðbankastjóra sínum. Eða er það kanski Eiríkur sem hefur völd yfir Davíð?

Hugsið ykkur hvað sagan hefði sagt um Davíð hefði hann hætt eftir forsætisráðherratíð sína. Hugsið síðan um hvað sagan kemur til með að segja um hann núna. Sögufölsun er ekki eins auðveld í dag og hún var fyrr á öldum.


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að hafa greyið án launa

hann á örugglega eftir að hjálpa skilanefndinni mikið, eða þannig.  Nú svo þarf hann náttúrulega fyrirtækisbíl til að komast á milli fyrirtækja, ég tala nú ekki um þyrlu ef langt er á milli þeirra. Hann má sko ekki koma of seint á þessa stjórnarfundi.  Lágmark að borga honum smá laun fyrir þetta ómak sitt grey stráknum.


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætli viðbrögðin verði?

Forvitnilegt að sjá hver viðbrögð Landsbankans verða, hvort það verði eitthvað selt, eða hvort það standi að ekkert verði selt á undirverði.
mbl.is Hunter sagður undirbúa tilboð í HoF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var einhver að tala um skítlegt eðli?

"Fagur er bankastjórastóllinn og ég mun hvergi fara!"  Svona gætu hljómað ein af lokaorðum í starfi mannsins sem heldur að hann sé kóngur Íslands.  Og svona í alvöru, hélt einhver að hann Dabbi litli myndi segja af sér?  Hann telur sjálfan sig einráðann og  þess vegna að hann geti hagað sér eins og hann vill.  Að sjálfsögðu reynir hann að gera lítið úr Jóhönnu og hann getur í leiðinni.  Hann sýnir með þessu hversu hrokafullur hann er og hans lítilsvirðingu gagnvart stjórnvöldum.  Hann sýnir sitt rétta eðli núna.  Var ekki einhver að tala um skítlegt eðli?

Ekki er Eiríkur skárri, hann sýnir að hann er með sama eðli. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðið ein flækja .....

Ég skil ekki alveg hvað er að gerast núna .... eru þeir að koma með snemmbúnað skýringar á hvers vegna þeir þeir geti td. ekki borgað út nema hluta af ellilífeyri sjóðsfélaga?
Mikil ósköp, eignir erlendis hafa lækkað í verði eins og alls staðar. Hafa þessar eignir lækkað svona mikið meira en sem nemur falli íslensku krónunnar? Þurfa lífeyrissjóðirnir þá ekki að bíða þetta af sér eins og aðrir?
Sko, íslenska krónan má ekki styrkjast vegna lífeyrissjóðanna. Ekki má afnema vísitölutryggingu lána vegna lífeyrissjóðanna. Verður næsta skref hjá lífeyrissjóðunum að koma með kröfu um fall krónunnar enn meira til að hægt sé að svo mikið sem hugsa útí myntbandalag eða upptöku annars gjaldmiðils?
Lífeyrissjóðirnir voru einu sinni fyrir hinn vinnandi almenning. Fyrir hvern eru þeir í dag? Fyrir kappa eins og Gunnar Pál og hans líka?
En hvernig er það, hafa forkálfar lífeyrissjóðanna og verkalýðsfélaganna eitthvað breytt sínum launakjörum?


mbl.is Styrking krónunnar getur komið sér illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið með þennan stækkunarstjóra?

Hvaða hagsmuna á hann að gæta, er einhver búinn að borga honum fyrir þennan áróður ?
Framkvæmdarstjóri ESB segir að ekki komi Ísland sé svo sannarlega ekki á leiðinni inní ESB því við erum svo langt því frá að uppfylla skilyrðin. Það komi ekki til greina árið 2011 eins og Olli tali um. Hvers vegna getur hann ekki hætt að gjamma svona?
mbl.is Ísland hefur lokið 40 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er maðurinn að bulla?

Pólitískar hreinsanir hvað? Kjartan lætur þetta hljóma eins og McCarthy hreinsanirnar í Bandaríkjunum. Honum líður kanski eins þar sem hans gamli flokkur er ekki mjög vinsæll meðal þjóðarinnar. En hvaða dramatík er eiginlega í gangi hjá sjálfstæðismönnum þessa dagana?
Auðvitað þarf að uppræta þá spillingu sem hefur viðgengist hér á landi. Og að sjálfsögðu þarf að fá menntaða menn í jafn mikilvægar stöður og stjórn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankastjóra.
En eru þessi viðbrögð við breytingum eðlileg? Hvers vegna má ekki skipta út fólki? Er eitthvað meira sem gæti komist upp ? Það er kanski ekkert skrítið að þegar kemur ný stjórn sem reynir að uppræta spillingu þá sem tíðkaðist innan gömlu stjórnarinnar að þá gjammi gömlu spillingarseggirnir hæst. Kjartan er ansi stórorður í þessari grein sinni, enda trúlega sár yfir að sjálfstæðismenn eru búnir að missa stjórnina sem þeir höfðu.
mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða lítilmótlega taktík er þetta?

Ég átti von á því að Davíð myndi biðja um frest til að svara ráðherra, en ekki hafa borist staðfestar fréttir þess efnis. En að allir þrír skuli reyna að lítilsvirða forsætisráðherra á þennan hátt sýnir hversu litlir karakterar þetta eru. Eftir að hafa haft 4 mánuði til að segja af sér, er framkoma þeirra jafn lítilmannleg og hrokafull og undanfarna mánuði.
Eftir stendur ein lausn málsins. Það er að láta bera þá út úr Seðlabankanum, skipta um skrár og láta öryggisverði sjá til þess að þeir stígi ekki fæti þar inn. Eitthvað verður að gera ef mennirnir vilja ekki hætta með góðu...
mbl.is Seðlabankastjórar svara Jóhönnu líklega í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband