Hans tími er liðinn

hann bara skilur það ekki ennþá.
Trúlega finnst honum skynsamlegt fyrir sig að verða "fórnarlamb" ofsókna, að hann "haldi andlitinu" þannig.
Kanski heldur hann að ríkisstjórnin þori ekki að láta verða af því að reka hann.
Kanski gerir hann sér ekki grein fyrir því að meginþorri fólks vill hann í burtu.
Kanski heldur hann að með því að sitja sem fastast takist honum að bjarga landinu.
Kanski er hann bara bulla sem heldur að með svona fyrirlitningu á öðrum komist hann upp með að sitja áfram.
Kanski er hann svona mikið veruleikafirrtur að halda að hans sé þarfnast til að klúðra fleiri málum.
Kanski heldur hann að með því að láta reka sig fái meðaumkvun samborgara sinna.
Kanski heldur hann að með því að láta reka sig losni hann undan ábyrgð.

Hann veit trúlega hversu miklum ógöngum Ísland er í og vill ekki að sér sé kennt um, en hann ber vissulega sína ábyrgð. Hvort sem hann er nógu stór maður til að viðurkenna það er annað mál.

Það er ekki fyndið að horfa uppá Davíð gera þessi mistök að ætla sér að sitja áfram, en að sama skapi dálítið fyndið að sjá hvaða völd hann hefur yfir meðbankastjóra sínum. Eða er það kanski Eiríkur sem hefur völd yfir Davíð?

Hugsið ykkur hvað sagan hefði sagt um Davíð hefði hann hætt eftir forsætisráðherratíð sína. Hugsið síðan um hvað sagan kemur til með að segja um hann núna. Sögufölsun er ekki eins auðveld í dag og hún var fyrr á öldum.


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband