11.12.2008 | 20:25
Takk takk takk kæra ríkisstjórn !!!!!!!!!!!
Frábær aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar !
Við hækkum skatta = Íslendingar eru að verða of feitir, sendum þá í svelt.
Við hækkum verð á eldsneyti = Látum Íslendinga hreyfa sig meira og nota tvo jafnfljóta til ferða.
Við skerðum kjör ellilífeyrisþega og öryrkja = Þeir sem við náum ekki að losna við með fyrrnefndum aðgerðum gefast upp með þessum.
Við hækkum verð á tóbaki = Látum Íslendinga hætta að reykja, höfum vit fyrir þeim.
Við hækkum verð á áfengi = Einhver verður að fá að græða á svartamarkaðsbraski.
Hvar annars staðar í veröldinni eru meiri dusilmenni í ríkisstjórn?
![]() |
Áfengisgjald hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2008 | 12:19
Frá hverjum fékk hann upplýsingar?
![]() |
ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2008 | 12:08
Þeim tókst að ganga fram af mér ..... endanlega held ég.
Þegar maður heldur að ekkert geti gerst meira til að minnka álit á þessari ríkisstjórn tekst þeim einhvern veginn að ganga fram af manni eina ferðina enn. Það er merkilegt að þeir skuli grípa til þessara ráða þar sem allir vita að það rétta er að ríki og sveitarfélög eiga að drífa í hvers kyns framkvædum á krepputímum. Þeir sem sitja nú í ríkisstjórn hafa áður líka sagt það.
Nú er rétti tíminn til að fara í alls kyns umbætur og ný verkefni.
Viðbrögðin nú, hækka skatta og auðvitað verða sveitarfélögin að hækka útsvar líka, því alltaf minnkar það sem ríkið setur til þeirra og eins þurfa sveitarfélög að sjá um stærri hluta á rekstri með ári hverju.
Skiljanlega þarf að auka tekjur ríkissjóðs en það mætti gera á annan hátt en flatan skatt á alla launþega. Hvernig væri að taka up skattþrep ?þetta 1% gæti reynst erfitt fyrir þá launalægstu hér á landi, en auðvitað gerir ríkisstjórn og þingmenn sér varla grein fyrir því hvernig það er fyrir fólk að reyna að lifa af lægstu laununum hér á landi. Það hefur ekki mátt styggja hátekjumenn og því var felldur niður hátekjuskattur. En þessu þarf að breyta!
Það má ekki hækka skattaprósentu hjá fólki með undir 200.000 kr tekjur. Hins vegar mætti hugsa sér að setjaupp einhvers konar svona skattbil:
0.5 % hækkun á tekjur á bilinu 200-300.000.- á mánuði,
1 % hækkun á tekjur á bilinu 301-400.000.-
2 % hækkun á tekjur á bilinu 401-500.000.-
og svo hærri % á hærri tekjur.
Eins mætti hækka skatta á fjármagnstekjur. Eins mætti setja þak þar, og hafa fjármagnstekjur að einhverri upphæð sömu próstentu og hefur verið til dæmis upp að 5 milljónum. Maður þarf nú að hafa getað lagt fyrir ansi mikið til að fá það í tekjur á ári. Þá mætti hugsa sér að vera með 15-20% fjármagnstekjuskatt á upphæðir yfir þeim. Annars veit ég ekki hvað telst eðlileg upphæð .
En það á eftir að heyrast harmakvein því enginn vill borga meiri skatta. En ég held að þeir sem eru með hærri tekjur eigi betra með það heldur en lágtekjufólk.
![]() |
Tekjuskattur og útsvar hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 09:25
Jæja, þá er það byrjað
![]() |
Lögregla rannsakar bankastarfsmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2008 | 22:46
Voru starfskraftar hans fullnýttir þangað til nú?
Það ætti að setja lög um alþingismenn og önnur störf samhliða. Eða finnst fólki eðlilegt að hann hafi hingað til verið sitjandi stjórnarformaður N1 og BNT ?
Kanski er þetta óþarfi, en ætti að vekja fólk til umhugsunar um hagsmunaárekstra.
![]() |
Bjarni úr stjórnum N1 og BNT |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 22:34
Voru ekki einu sinni sett lög sem bönnuðu okurlán?
Verðtryggð lán eru í dag ekkert nema okurlán og því sjálfsögð krafa að setja þak á vísitölutryggingu lána. Óskiljanlegt að verkalýðshreyfingin sjái ekkert athugavert við að halda verðtryggingu til streitu því hún er jú eitthvað það versta sem hinn almenni launamaður þarf að kljást við núna. Hvernig er það, voru ekki einhvern tíma lög í þessu landi sem bönnuðu okurlán?
Hátekjuskattur var afnuminn og sagður skila til þjóðarbúsins margföldum tekjum í staðinn. Við sjáum jú í dag hvert sú stefna hefur leitt okkur. Hún er hluti ástlæðu þess hvernig komið er fyrir okkar þjóðfélagi í dag. Launamunur hefur jafnt og þétt verið að aukast sem og bilið á milli fátækra og ríkra. Því þetta hefur auðveldað þeim betur stæðu að verða ríkari.
Lækkun matarskatts átti að vera hin mesta launauppbót fyrir þá lægst launuðu. Og hvernig fór með þá vitleysu? Lækkun var sums staðar á sumum vörum og ekkert var talið hægt að gera því gengið var ekki stöðugt. Kolvitlaus ákvörðun miðað við tímasetningu.
Það er ekki á eina bókina lagt hvað þessi ríkisstjórn og fyrrverar hennar hafa gert okkur.
Svo er ein spurning, er þetta ekki "bara" kosningaloforð hjá VG núna? myndu þeir virkilega koma því í gegn að setja þak á hækkun höfuðstóls verðtryggða lána ?
![]() |
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 20:25
Eru þetta rétt skilaboð?
Sænska krónan er enn við lýði og sæmilega heilsu síðast þegar ég vissi. Hvað eru Svíar margir? Eru þeir kanski fleiri en við Íslendingar? Hvað gildir þeirra atkvæði mikið á Evrópuþingi og hvað mun okkar atkvæði gilda mikið ef við göngum í Evrópubandalagið ? Nær það 1% ? eða kanski eitthvað rúmlega? Ég held að lágmarkskrafa sé að kynna okkur alla kosti og líka galla áður en farið verður út í að sækja um aðild. Hvað verður um auðlindir okkar, getum við eitthvað stjórnað þeim? Kemur matvöruverð til að lækka eitthvað að ráði ?
Verður afnám tolla á matvöru ekki bara til þess að hækka álagningu verslana og annarra líkt og þegar matarskatturinn var lækkaður niður í 7% ?
Hvað þýðir þetta mikla % hækkun á öðrum sköttum ?
Við þurfum jú tekjur í ríkissjóð til að halda uppi þjónustu hér á landi.
![]() |
Íslendingar mega ekki bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 20:10
Dánartilkynning?

![]() |
Auglýsti andlát samfanga síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 19:55
Við trúum þessu sko alveg !
.... eða þannig! Halda útrásarmenn að við gleypum allt hrátt sem þeir leggja á borð fyrir okkur, hversu fáránlega sem það hljómar? Við eigum að standa saman og versla annars staðar en hjá þeim. !
![]() |
Next vildi þau eða ekkert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 19:26
Loksins komst þetta í gegn !
![]() |
Lög sett um sérstakan saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)