Eru þetta rétt skilaboð?

Sænska krónan er enn við lýði og sæmilega heilsu síðast þegar ég vissi.  Hvað eru Svíar margir? Eru þeir kanski fleiri en við Íslendingar? Hvað gildir þeirra atkvæði mikið á Evrópuþingi og hvað mun okkar atkvæði gilda mikið ef við göngum í Evrópubandalagið ? Nær það 1% ? eða kanski eitthvað rúmlega?   Ég held að lágmarkskrafa sé að kynna okkur alla kosti og líka galla áður en farið verður út í að sækja um aðild.  Hvað verður um auðlindir okkar, getum við eitthvað stjórnað þeim?  Kemur matvöruverð til að lækka eitthvað að ráði ? 

Verður afnám tolla á matvöru ekki bara til þess að hækka álagningu verslana og annarra líkt og þegar matarskatturinn var lækkaður niður í 7% ?

Hvað þýðir þetta mikla % hækkun á öðrum sköttum ?

Við þurfum jú tekjur í ríkissjóð til að halda uppi þjónustu hér á landi.


mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Takk fyrir þetta 

En varla myndi matarskatturinn hækka úr 7% í 24.5% ? 

En stendur ekki til að breyta reglunum, mig minnir að ég hafi séð í fréttum að atkvæði myndu fara eftir íbúafjölda þjóða (gæti þó verið misminni hjá mér).  En ég vantreysti kanski verslunareigendum og veitingastöðum of mikið minnug þess hvernig fór með lækkun á vsk á matvöru og veitingastöðum.  Aðeins örfáir lækkuðu og það bara í smá tíma, þannig að ég hef ekki mikla trú á tollalækkunum.

Sigurbjörg, 10.12.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Sigurbjörg

Einmitt, sem þýðir að minna kemur inní kassann til ríkisins en núna (tollarnir) og smásalinn bækkar sína álagningu á mettíma trúlega.  Sorry, hef bara ekki mikið álit á þeim.

Sigurbjörg, 10.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband