12.2.2009 | 14:15
Íslenska mafían?
Eitthvað er búið að finna af eignarhaldsfélögum á Tortola-eyju. 87 af þeim 136 félögum í umsjón stóru bankana þriggja. Ja hérna, er þetta Íslenska mafían ? Nokkur þessara félaga sem voru í umsjón Landsbankans og Kaupþings voru um tíma meðal stærstu eiganda í bönkunum en eignarhald ekki augljóst.
Þarna þarf að fá heimild til að fá allt bókhald þessara fyrirtækja. Hvort sem um "rassvasabókhald" eða raunverulegt bókhald er að ræða. Hvað er verið að fela þarna? Ef ekki hefur verið borgaður skattur af hagnaði á íslenskum hlutabréfum bankanna hlýtur að hafa verið um skattsvik að ræða. Á þeim forsendum hljóta rannsóknaraðilar hér að geta fengið heimild til nákvæmnar skoðunar.
Eins og kauphéðnar, bankamenn og aðrir hafa prédikað mikið í gegnum árin til að fá lækkaða skatta á fyrirtæki hér og fengið það í gegn, til hvers þá að vera með öll þessi fyrirtæki erlendis? Og til hvers að reyna að fela það og eins eignaraðildina? Slæmur fnykur af þessu.
Er þetta íslenska mafían?
Félög skráð á Tortola eru 136 talsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.