Ólíkt hafast þeir að

Valur formaður bankaráðs Nýja Glitnis og Magnús formaður bankaráðs Nýja Kaupþings annars vegar og Ásmundur í Landsbankanum hins vegar. 

Ætlar Ásmundur sér ekki að vera áfram bæði formaður bankaráðs og svo bankastjóri Landsbankans?  Engin furða, hann er orðinn svo vanur spenanum að hann kann ekki annað. Ekki frekar en Dabbi kóngur sem vanur er spenanum líka.

 


mbl.is Formenn bankaráða segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Ætlar Ásmundur sér ekki að vera áfram bæði formaður bankaráðs og svo bankastjóri Landsbankans? "

Nei.  Hann ætlar sér að vera bankastjóri tímabundið þar til búið verður að ráða nýjan bankastjóra, á meðan er annar í stöðu formanns bankaráðs. Treystir þú þér til að ráða nýjan bankastjóra í LÍ fyrir næstu mánaðarmót?  (auglýsa starfið, taka viðtöl og ráða)

 hann er orðinn svo vanur spenanum að hann kann ekki annað

Hvenær hefur hann verið á "spenanum"?

Matthías Ásgeirsson, 10.2.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: corvus corax

Nú mundi ég taka ofan fyrir þeim Val og Magnúsi ...ef ég ætti hatt. Hins vegar finnst mér lélegt af Ásmundi Stefánssyni ef hann getur bara verið formaður bankaráðs og bankastjóri í senn. Í minni sveit létu menn sig ekki muna um að vera líka gjaldkeri, þjónustufulltrúi, sendisveinn og í víxlum og skuldabréfum og sjá um kaffið líka. Ásmundur er bara hálfdrættingur í bankastörfum ...ef ekki hreinn amlóði.

corvus corax, 10.2.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: corvus corax

Aftur og nýbúinn ...ég var að reka augun í athugasemd Matthíasar hér fyrir ofan þar sem hann spyr Sigurbjörgu bloggsíðueiganda, "Treystir þú þér til að ráða nýjan bankastjóra í LÍ fyrir næstu mánaðarmót?  (auglýsa starfið, taka viðtöl og ráða)". Ekki veit ég hvað Sigurbjörg treystir sér í, en ég treysti mér til að gera þetta allt saman fyrir næstu mánaðamót ...og meira að segja fyrir alla þrjá viðskiptabankana og Bleðlabankann líka!

corvus corax, 10.2.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

hins vegar finnst mér lélegt af Ásmundi Stefánssyni ef hann getur bara verið formaður bankaráðs og bankastjóri í senn.
Mér finnst lélegt af þér að geta ekki skilið að hann sinnir ekki báðum hlutverkum í einu.  Meðan hann er tímabundið bankastjóri situr hann ekki í stjórn bankans.
í, en ég treysti mér til að gera þetta allt saman fyrir næstu mánaðamót ...og meira að segja fyrir alla þrjá viðskiptabankana og Bleðlabankann líka!

En þú veist að opinber störf þarf að auglýsa með ákveðnum fyrirvara.  Þeir sem sækja um starfið þurfa svo jafnvel einhvern tíma til að losna úr núverandi starfi.  Væntanlega gegna þeir sem eru hæfastir í þessi störf ábyrgðarstöðum í dag og geta því ekki stokkið yfir í bankann.

En það er gott að þú treystir þér í það.

Matthías Ásgeirsson, 10.2.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Sigurbjörg

Matthías, eg hef ekki séð neitt um hvort á og þá hver eigi að leysa Ásmund af í bankaráði.  Hins vegar varðandi bankastjórastöðuna þá var vitað að núverandi bankastýra myndi EKKI halda áfram.  Þá strax átti að sjálfsögðu að auglýsa stöðuna.  Þá hefði ekki komið upp þessi krítíska staða fyrir Ásmund.  Ef hann langar svona í stöðuna þá hefði hann að sjálfsögðu getað sótt um eins og aðrir. 

Corvus, varðandi að ráða bankastjóra fyrir mánaðarmót, þá er ég ekki í vafa um að ráða mætti mjög góðan aðila þarna inn á skömmum tíma.  Það má líka með hina bankana svo og Seðlabankann.  Alveg sammála þér með það !   

Sigurbjörg, 10.2.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef hann langar svona í stöðuna þá hefði hann að sjálfsögðu getað sótt um eins og aðrir.

Af hverju heldur þú að hann lagni eitthvað sérstaklega í stöðuna, þetta er tímabundin ráðning.

Hvað finnst þér um þá ástæður sem stjórnin gaf fyrir því að fresta auglýsingu?  Finnst þér eðlilegt að auglýsa starf bankastjóra þegar framtíð bankans er í óvissu?  Hvern er hægt að ráða í slíkri stöðu?

Matthías Ásgeirsson, 10.2.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Sigurbjörg

"Meginástæða frestunarinnar er sú tímabundna óvissa sem um þessar mundir ríkir í rekstrar- og viðskiptaumhverfi bankans sem torveldar framtíðarsýn og um leið markmiðssetningu til lengri tíma litið. Af hálfu bankaráðsins verður þeirri vinnu hraðað eins og auðið er við þessar aðstæður," segir í tilkynningu bankaráðsins.

Þetta orkar tvímælis, það gæti orðið bankanum betra að ráða nýjan bankastjóra.  Ásmundur myndi þá að sjálfsögðu vinna náið með nýjum bankastjóra.

Sigurbjörg, 10.2.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband