9.2.2009 | 20:43
Á einhver von á því að þau þiggi EKKI ráðherralaun,
þrátt fyrir að hafa "bara" þingmannalaun? Það kemur mér á óvart ef þessi fráfarandi ráðherrar þiggi ekki biðlaun í einhverja mánuði sem þeir "eiga inni". Ég á ekki von á að þeir sýni nýja hlið á siðferði sínu. Á ekki von á því að þau skapi gott fordæmi þó þessir tímar séu. Þau "þiggja" trúlega allt sem þau "eiga rétt á".
Þiggja ráðherrarnir laun fyrir febrúar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri ekki flott ef einhver fjölmiðillinn birti nöfn fráfarandi ráðherra (nú þingmanna) og hverjir þiggja biðlaun og hve lengi. Svo fannst mér ansi fróðlegt að heyra að ráðherra vinstri grænna sem segjast mjög svo umhverfisvænir ætla samt allir sem einn að þiggja lúxus ráðherrabíla af dýrustu sort og með einkabílstjórum, þetta fannst mér lélegt hjá þeim, hvernig væri að hjóla og spara fyrir ríkið í kreppunni ?
Skarfurinn, 9.2.2009 kl. 21:10
Sammála, það yrði flott að fá lista yfir þetta. Varðandi bíl og hjól þá er hjólið kanski svolítið erfitt í færðinni yfir vetrartímann, en sparneytinn lítill bíll ætti að vera nægjanlegt.
Sigurbjörg, 9.2.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.