6.2.2009 | 08:36
Hvaða lítilmótlega taktík er þetta?
Ég átti von á því að Davíð myndi biðja um frest til að svara ráðherra, en ekki hafa borist staðfestar fréttir þess efnis. En að allir þrír skuli reyna að lítilsvirða forsætisráðherra á þennan hátt sýnir hversu litlir karakterar þetta eru. Eftir að hafa haft 4 mánuði til að segja af sér, er framkoma þeirra jafn lítilmannleg og hrokafull og undanfarna mánuði.
Eftir stendur ein lausn málsins. Það er að láta bera þá út úr Seðlabankanum, skipta um skrár og láta öryggisverði sjá til þess að þeir stígi ekki fæti þar inn. Eitthvað verður að gera ef mennirnir vilja ekki hætta með góðu...
Eftir stendur ein lausn málsins. Það er að láta bera þá út úr Seðlabankanum, skipta um skrár og láta öryggisverði sjá til þess að þeir stígi ekki fæti þar inn. Eitthvað verður að gera ef mennirnir vilja ekki hætta með góðu...
Seðlabankastjórar svara Jóhönnu líklega í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessir, hvað þeir nú heita , ósýnilegu tveir - halda sig enn í pilsfaldinum Stjórans. Æ, grey mennirnir.
Hlédís, 6.2.2009 kl. 09:21
Mikið rétt, þeim er vorkunn að vera svona gerðir...
Sigurbjörg, 6.2.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.