3.2.2009 | 13:47
Góður !
Frábært hjá þér Ögmundur og rétt hugsun á bakvið ! Það er nógu hræðilegt fyrir fólk að lenda í veikindum og atvinnumissi þó það þurfi ekki að greiða að leggjast inná spítala.
Hvorki valdboð né komugjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er þetta eitóm sýndarmennska hjá Ögmundi. Af hverju leggur hann ekki af komugjöld til lækna? það mundi hjálpa tíu sinnum fleyrri. Ég var að koma frá sérfræðing og borgaði átján þúsund fyrir beint í kassann hjá Ömma.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:56
ég held að þetta sé engin sýndarmennska hjá Ögmundi - hann hefur staðið sig vel hingað til og ég er viss um að hann gerir sitt besta í heilbrigðismálunum sem og öðru - við skulum athuga að gott heilbrigðiskerfi er og á að vera til góða fyrir alla Íslendinga, ekki bara fyrir þá sem hafa efni á því - og hvað varðar gjaldtöku við komur til sérfræðinga, þá tel ég þau ekki renna í ríkissjóð nema að litlum hluta og mættu þeir lika taka á árinni með okkur hinum og lækka þau.
Mér finnst að við Íslendingar ættum að fara sýna þann samhug sem við erum þekkt fyrir og hætta þessu stanslausa skítkasti sem tröllríður bloggheimum.
Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:59
Gefum honum tækifæri. Verki tala. Það fer að koma kosningar og þá mun allt breytast. Þá fáum við að kjósa menn enn ekki flokka. þeir sem munu standa sig vel fara áfram enn hinir ekki.
Anna , 3.2.2009 kl. 15:21
Ómar, ég er nokkuð klár á því að þetta er EKKI sýndarmennska hjá Ögmundi. Hann er heill í því sem hann tekur sér fyrir hendur, nokkuð ólíkur því sem við eigum að venjast hjá ráðherrraliði síðustu áratuga. Hann kemur pottþett til að gera það sem hann getur og láta vita hvernig staðan er.
Sigurbjörg, 3.2.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.