Ja hérna Geir !

og hvers vegna í ósköpunum sagðir þú okkur þjóðinni þetta ekki fyrr ? Trúlega var þetta allt bara vondur draumur þegar þjóðina dreymdi allar þínar tilkynningar um hræðilegt ástand. Okkur er enn að dreyma atvinnuleysið sem er margfalt það sem við höfum búið við síðustu áratugi. Okkur er enn að dreyma allan þennan niðurskurð í heilbrigðisgeiranum og hvernig farið er með örorkuþega og eldri borgara. Eins hafa fasteignir almennings ekki lækkað meðan skuldirnar hafa hækkað töluvert mikið og eru í sumum tilfellum komnar langt yfir verð eignar. Þá hefur engum dottið í hug að flýja land vegna þess að ekki er til peningur fyrir nauðþurftum, svo sem mat handa öllum fjölskyldumeðlimum.
Mikið hlýtur að verða mikill léttir fyrir þjóðina að vakna eftir þessa martröð. Því ekkert af þessu getur verið rétt miðað við að við erum efnahagslega á svipuðum stað og árið 2006.

Eða ertu þegar kominn í kosningaham fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ætlast til að þjóðin gleymi allri óstjórn síðustu áratuga og að mestu leyti undir forystu ykkar Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks?
Er þarna að birtast ástæðan fyrir því að þú vildir ekki taka þátt í þjóðstjórn, svo Sjálfstæðisflokkur gæti kennt næstu ríkisstjórn um allt?


mbl.is Gera of mikið úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir kannski bara átt að hlusta á Geir fyrr vinan, en ekki lepja vitleysuna upp eftir skrípinu með kúrekahattinn í DV.

Geir er búinn að segja allan tímann að við munum vinna okkur út úr þessum vandræðum. Það eru einhverjir sem hafa skrýtnar kenndir sem hafa haldið öðru fram.

Af hverju er fjölmiðlum svona umhugað að segja fólki eitthvað annað en staðreyndir? Af hverju trúir fólk þessum fjölmiðlum svona án þess að spyrja spurninga?

Heldur þú virkilega að þeir sem áttu Glitni, KB og Landsbanka takist það virkilega að flytja tugi eða hundruði milljarða úr landi án þess að komast upp með það?

Koma svo, fara að taka heimalærdóminn áður en menn tjá sig.

joi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Sigurbjörg

Jói, ég er búin að hlusta á Geir hvernig hann segir eitt í dag og annað á morgun alveg frá október. Sumir trúa því sem hann segir en þeim fer fækkandi. Sumir gera allt til að halda völdum skítt með aðra. Vonandi fer þeim líka fækkandi sem komast í þá aðstöðu. Kanski ertu einn af þeim sem trúir svona blint á flokkakerfi Sjálfstæðisflokksins og allt sem vellur upp úr ráðamönnum þar "vinurinn".

Sigurbjörg, 30.1.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

90% x 90% x 90% x 90% = 66% . Eftir 4 ár verður samdrátturinn bara 34 %. Vá gaman! 

Óbreytt laun og 34% atvinnuleysi eða ekkert atvinnuleysi og almenn 34% launaskerðing. 

Kjaradómur dæmi laun allra stétt með stétt. Alli jafnir fyrir lögum.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband