30.1.2009 | 08:36
Ótrúleg aðför að sjálfstæði Íslands eða ótrúleg manngæska ?
Þögn er sama og samþykki erum við vön að segja og mikið til í því. Með þögn sinni varðandi hryðjuverkalögin hefur Evrópusambandið samþykkt gerðir Breta að skipa okkur í hóp með aðal hryðjuverkamönnum þessa heims eins og Osama Bin Laden. Síðan er næsta skref Evrópusambandsins að "bjarga" okkur frá efnahagshruni. Hvað vilja þeir í staðinn? Það er margt til að mynda yfirráð yfir fiskveiðum okkar. Og hvað með aðrar náttúruauðlindir?
Ætla ráðamenn og íslenska þjóðin að gleypa við þessu?
Bretar, Þjóðverjar og Frakkar settu okkur stólinn fyrir dyrnar hjá IMF og kröfðust samninga við Icesave áður en hugað yrði að lánum. Dettur einhverjum í hug að þessi sömu menn sýni manngæsku gagnvart okkur varðandi Evrópusambandið?
Hvernig dettur einhverjum í hug að Evrópusambandið vilji hafa hryðjuverkaþjóð innan sinna banda?
Bush segir innrásina í Írak ekkert hafa haft með olíu að gera og enginn trúir því, því allir vita betur.
Dettur einhverjum í hug að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hugsi eingöngu um hag okkar núna?
Eða eru þeir að hugsa um yfirráð yfir auðlindum okkar þar sem komum til með að hafa mun minna en 1% atkvæðarétt ef við göngum þarna inn ?
Ætla ráðamenn og íslenska þjóðin að gleypa við þessu?
Bretar, Þjóðverjar og Frakkar settu okkur stólinn fyrir dyrnar hjá IMF og kröfðust samninga við Icesave áður en hugað yrði að lánum. Dettur einhverjum í hug að þessi sömu menn sýni manngæsku gagnvart okkur varðandi Evrópusambandið?
Hvernig dettur einhverjum í hug að Evrópusambandið vilji hafa hryðjuverkaþjóð innan sinna banda?
Bush segir innrásina í Írak ekkert hafa haft með olíu að gera og enginn trúir því, því allir vita betur.
Dettur einhverjum í hug að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hugsi eingöngu um hag okkar núna?
Eða eru þeir að hugsa um yfirráð yfir auðlindum okkar þar sem komum til með að hafa mun minna en 1% atkvæðarétt ef við göngum þarna inn ?
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.
The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.
Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:09
Wagner : Maðurinn þarf að þjást til að verða vitur.
Jónas Jónasson, 30.1.2009 kl. 09:22
Þess vegna er ég ekki að skilja hvað pólitíkusar eru að espa fólk uppí þessum málum. Fyrir utan einstaka fyrirtæki sem fær "styrk" frá Evrópusambandinu þá er þetta að kosta þjóðfélagið stórfé. En kanski eru loforð til handa einkavinum pólitíkusa ef við göngum í Evrópusambandið....
Sigurbjörg, 30.1.2009 kl. 09:40
Auðvitað kröfðust bandalagsþjóðirnar samningum um IceSave þar sem þegnar bandalagsins voru að tapa sparifé sínu. Þess vegna m.a. eru þjóðir í slíkum bandalögum. Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum verið búin að kma okkur þarna inn fyrr.
Páll Geir Bjarnason, 1.2.2009 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.