22.1.2009 | 15:03
Hvað er með Steinunni?
En einu tók ég eftir, Steinunn Valdís kennir eingöngu sjálfstæðisflokknum um, hún er ekki manneskja til að að viðurkenna að samfylkingin á líka sök, og þar á meðal hún sjálf !
En hver veit, kanski verða stjórnarslit fyrir helgi. Enginn tekur samt á sig neina ábyrgð, ekki framsóknarflokkurinn, ekki samfylkingin og ekki sjálfstæðisflokkurinn. Það þarf að losna við þá úr ráðherra og þingmenn sem eru of miklar rolur til að viðurkenna sín mistök.
Mikilla tíðinda að vænta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orðrétt upp úr stjórnmálaályktun Framsóknarflokksins frá því á flokksþinginu um helgina:
"Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta. Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins. Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant. Úr því verður að bæta."
Flokkurinn hefur svo sannarlega tekið ábyrgð, viðurkennt mistök og hreinsað til í sínum ranni.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 22.1.2009 kl. 15:10
Það þyrfti einfaldlega að skipta út öllu þessu liði. Fá nýjan flokk í stjórn með nýju fólki, ekki XD, XS, XV, XB né XF.
Muddur, 22.1.2009 kl. 15:10
Peningar eru vald. Líkir sækja líka heim. Valdið spillir.
Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 15:15
Hvað er það sem segir okkur að nýjir flokkar væru betri en núverandi?
Núverandi flokkar raða sér á litróf stjórnmálanna frá hægri til vinstri. Nýir flokkar myndu einfaldlega raða sér á sömu línu. Það er engin lausn að skipta út flokki fyrir annan flokk.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 22.1.2009 kl. 15:16
Það er alltaf auðveldara að kenna öðrum um.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:45
Steinunn sér nú bara von um að komast í ráðherraembætti með tilheyrandi eftirlaunum
Eiginhagsmunaseggir allt upp til hópa
ráðherra (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:57
Það er margir reyndir einstaklinar sem hafa lagt orð í belg þjóðfélagsumræðunnar síðustu daga. Mér væri mjög ljúft að koma þeim í forustu yfir stjórnmála afli þjóðarinnar [98-99%: almenningur]. Skiptir mig engu máli þó þeir séu komnir á eftirlaun, ef heilinn og dómgreindin er í lagi. Slík er þörfin að hreinsa hér til. Kostur ef einstaklingar sem veljast til forustu hafa engu að tapa.
Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 16:13
Líka alveg fáránlegt að segjast telja að slíta eigi stjórnarsamstarfinu en ætla að fylgja þingflokknum. Ekki einu sinni að reyna að halda fram að hún fari eftir eigin samvisku!
Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 16:19
Snæþór, þrátt fyrir að þeir taki ábyrgð sem flokkur þarna eru spillingaröflin sterk í Framsóknarflokknum. Líttu bara á aflakvótann, fínt fyrir ráðherra að úthluta sjálfum sér kvóta.
Framsóknarflokkurinn ber einnig ábyrgð á því að lánin okkar eru verðtrygg .... en ekki launin. Hvaða skepnuskapur var þar að verki? Framsóknarflokkurinn.
Nýi formaður Framsóknarflokksins er bara einn af erfðaprinsunum þeirra. Þessi flokkur var og er tímaskekkja.!
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 16:22
Júlíus, sammála þér. Við eigum fullt af hæfileikaríku fólki sem getur GERT eitthvað í málunum. Ekki bara þóst gera eitthvað eins og hefur verið of mikið um.
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 16:23
Já Ásdís, enda gera þessir pólitíkusar mikið af því ...
ráðherra, held að Steinunn sé ein af þeim sem ætti að detta út, ekki gerði hún neitt af viti sem borgarstjóri og ég hef nú ekkert heyrt neitt um störf hennar á þingi ... sem þýðir örugglega að hún hafi ekki gert neitt þar heldur af viti.
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 16:45
Mikið rétt Héðinn, hún er í raun tvísaga þarna !
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.