22.1.2009 | 12:01
Er ekki í lagi?
Hvað er að fólki ? Vildu sömu aðilar verða fyrir sams konar ónæði fyrir að vinna sín störf, jafnvel þó umdeild væru? Vonandi eru þeir sem þetta gerðu búnir að taka þessar upplýsingar og tillögur út af síðunum !
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er eitthvert besta dæmi um greindarskort sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Það ætti núna að fara rakleyðis í þá vinnu að kæra þessa trúða sem birtu upplýsingarnar um lögreglumennina á netinu. Viljum við að Ísland verði lögreglulaust ríki, þar sem glæpamenn, nauðgarar og fjárglæframenn ganga lausir og óáreyttir?
Róbert Á (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:10
Ég hef þá trú að lögreglan sé að vinna í þessu máli. Þetta er ljótt mál, og kemur niður á öllum. Ég er nokkuð viss um að þeir sem settu þetta inn vilja ekki fá nöfn sín og heimilisföng birt og fólk sé beðið um að ónáða það.
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 12:43
Ég er viss um að hvergi á byggðu bóli hefði lögreglan sýnt annað eins langlundargeð eins og í mótmælunum undanfarið. Þegar farið er að kveikja elda við Alþingishúsið og víðar og kasta grjóti í fólk þurfa þeir sem í því standa ekki að undrast þó að lögreglan beiti valdi,úða eða slíku til að stoppa menn. Þetta er bara skríll sem hinir raunverulegu mótmælendur hafa megna skömm á. Væri nær að birta nöfn þeirra svo að hægt sé að sneiða hjá þeim til ábirgðarstarfa í framtíðinni. Með von um batnandi hag með blóm í haga.
Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:24
Sammála Olgeir !
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.