21.1.2009 | 22:52
Þetta gat ekki farið á annan veg
hjá félagsfundi Samfylkingarinnar. Eina leiðin áður en þeir misstu enn meira fylgi. Reyndar hljóta fleiri innan Samfylkingarinnar að þurfa að samþykkja, en trúlega hafa þeir ekki treyst því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki fyrri til eftir þeirra þing.
Það verður strax að fara að vinna að alvöru í efnahagsmálum svo og rannsóknarmálum!
Nú er það spurning hvað verður gert varðandi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Hvort það sé einhver dugur í stjórninni áður en hún segir af sér að auglýsa eftir nýju fólki þar? Það liggur á, of mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan bankahrunið varð.
Eins hvort skipuð verði óháð rannsóknarnefnd með erlendum rannsóknarmönnum um bankahrunið. Það er það eina rétta.
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að svo komnu verðum við að trúa því að stjórnin geti ekki orðið verri en þessi sem er í andarslitrunum.
corvus corax, 21.1.2009 kl. 23:09
Það er varla hægt..
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.