21.1.2009 | 19:46
Lögreglan segir bara hálfan sannleikann
í viðtali við BBC miðað við fréttina um mótmælin við alþingishúsið í gær. Þeir segjast hafa notað piparúða en passa sig á að nefna ekki hvernig þeir börðu með kylfum á mótmælendum. Eins sögðu þeir ekki frá því að þeir handtóku 15 ára unglinga !
Hvernig væri að segja allan sannleikann?
Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað eru börn á þessum aldri að gera þarna í svona ástandi ekki mindi ég hleipa mínum börnum í svona samkomu þar sem allt getur gerst.
Vegna þess að það er mjög auðvelt þegar orðin er svona múgæsing að espa unglinga upp í að gera allan andskotan sem þau geta kanski ekki borið ábirgð á ef illa fer od hver ber þá ábirgð ???????
Óli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:23
Þetta áttu að vera friðsamleg mótmæli. Það hafa ekki verið svona uppákomur í mótmælum í áratugi. Hverjum hefði dottið í hug að á litla friðsama Íslandi gæti þetta gerst?
En það breytir því ekki að lögreglan sagði ekki allan sannleikann í þessu máli ekki satt?
Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 20:38
hugsið ykkur hættuna af mótmælendum sem kveikja elda innan um börn og kasta sprengjum innan um börn það eru annarlegar hvatir ef það er rétt hjá þér að það hafi verið börn þarna
Tollinn, 21.1.2009 kl. 20:47
Unglingar voru um daginn en eftir framgöngu lögreglunnar við að handtaka þá held ég að fáir hafi verið eftir það. Í dag var rólegra, og þeir sem voru með börn voru ekki nálægt lögreglunn eftir því sem ég sá
Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 21:06
sorry, um daginn = í gær
Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 21:06
Já börn 14-16 ára unglibfar teljast vera börn og laga lega eru þau börn til 18 ára aldurs
Óli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:17
Sibba Grybba, sumum þykir gott að geta drullað yfir lögguna þegar þeir geta. Hver heldurðu að skaffi þessum erlendu fjölmiðlum efni í fréttirnar? Það eru íslenskir fjölmiðlar. Helurðu að þeir hringi beint í lögguna til að fá upplýsingar? Kommon. Hvernig væri að fara að slaka aðeins á í stríðinu gegn lögreglunni?
Hlynur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:22
Misvísandi, börn til 18 ára, en sakhæf 15 ára.
Og lögreglan lögreglan kaus að segja ekki frá því að hún notaði kylfur til að berja á fólki.
Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 21:50
Haaa? segja ALLANN SANNLEIKANN, það væri þá eitthvað nýtt í stóru fjölmiðlunum
Alfreð Símonarson, 21.1.2009 kl. 22:24
Mikið rétt Alfreð ! Þeir eru svo sem ekki þekktir fyrir það.
Sigurbjörg, 21.1.2009 kl. 22:53
Hættið nú allveg, ég er ósáttur við ástandið og er með erlent lán þannig að ég er ekkert í góðum málum en hvern djöfulinn hjálpar það okkar málstað að kveikja í trám, bekkjum og öðru sem er dregið fram á brennur !!!!!. Spáið í einu. Hver haldið þið að borgi laun lögregumannanna sem eru þarna núna, þetta er allt yfirvinna. Hver haldið þið að borgi fyrir nýja bekki og gler í alþingi!!!! Við. Hvern djöfulinn hjálpar það mér að kasta olíumálningu í lögregluna og alþingi!!!! Þetta verður þrifið af og við borgum brúsan, frábært. Það er hægt að standa fyrir framan alþingi og mótmæla friðsamlega og berja trommur en að skjóta flugeldum að fólki, sama hvort það er lögreglan eða almenningur, ég bara spyr, er ekki allt í lagi í hausnum á þessu liði.
Og hvað er fólk að hugsa sem mætir með börn á svona, hitinn er að hækka í fólki aldrei að vita hvað gæti skeð, einhver á eftir að slasast, og svo koma mótmælendur fram í fjölmiðlum sem fórnarlöm og segja "tja.... ég stóð nú bara þarna"
Kjaftæði. Þetta lið er ekki í nafni fleiri þúsund íslendinga, því get ég lofað.
Guðjón M (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:18
Guðjón,ég er sammála því að friðsamleg mótmæli eru það rétta. Börn og unglingar eiga alls ekki að vera þarna eins og staðan er í dag.
Þorvaldur, Þetta eru ekki einhverir fáir einstaklingar sem mótmæla og vilja nýja ríkisstjórn. Fólk um allt land er farið að mótmæla. Enn fleiri en þeir sem mótmæla eru á móti ríkisstjórninni.
Ef um væri að ræða almennt fyrirtæki sem væri stjórnað af svona fólki væri búið að reka það. Ef fólk stendur sig ekki í starfi á það hafa manndóm í sér til að viðurkenna það og segja af sér.
En ég fer ekki af þeirri skoðun, að fyrst lögreglan veitti BBC viðtal hefður þeir átt að segja frá ÖLLU, líka því að þeir börðu á mótmælendum með kylfum.
Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.